Viðskipti innlent

Afsökun á Fiskare

Finn Mortensen, viðskiptaritstjóri Berlingske Tidende, var gestur Félags íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi félagsins. Ef einhver bjóst við stórkarlalegum fjandsamlegum yfirlýsingum frá Mortensen þá varð sá hinn sami fyrir vonbrigðum.

Mortensen var auðmýktin uppmáluð og nokkuð jákvæður í garð Íslendinga og dró verulega í land miðað við þann tón sem menn hafa greint í skrifum blaðsins. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, skammaði Mortensen fyrir framsetningu blaðsins þar sem Björgólfur Guðmundsson var kallaður fiskare. Mortensen sagði slíkar nafngiftir ekki eiga heima í fréttum og baðst afsökunar á því ef svo hefði verið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×