Viðskipti erlent

Skoða sölu á Chrysler

Fjöldi fyrirtækja um víða veröld hefur sýnt áhuga á að kaupa Chrysler-hluta bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler samkvæmt Wall Street Journal.

Starfsemi Chrysler og þýska bílaframleiðandans Daimler-Benz rann í eina sæng árið 1998. Framleiðsluarmur Chrysler í Banda-ríkjunum hefur hins vegar verið í járnum frá upphafi og baggi á sameinuðu fyrirtæki.

Bílaframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að tap fyrirtækisins í fyrra jafngilti 11 milljörðum íslenskra króna og hefði það ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og Kanada og loka einni verksmiðju. Þá var velt upp ýmsum hagræðingarmöguleikum.

Fréttaveitan Reuters segir bandarísku bílasmiðina hjá General Motors hafa átt í viðræðum við stjórn DaimlerChrysler. Geti viðræðurnar falið í sér hugsanleg kaup á Chrysler-armi samstæðunnar eða samstarf á sviði bílaframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×