Forstjórinn hættir í sumar 16. febrúar 2007 06:15 Pelle Törnberg. Forstjóri sænska útgáfufélagsins Metro International ætlar að hætta í sumar. MYND/AFP Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro International, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaðaútgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995. Metro International er með stærstu dagblaðaútgáfum í heimi og gefur út dagblöð í um 20 löndum sem ná til 22,8 milljóna lesenda á degi hverjum. Útgáfufélagið hefur frá upphafi skilað hallarekstri, sem skrifast að mestu á mikinn vöxt blaðaútgáfunnar. Reksturinn hefur batnað eftir því sem hægt hefur á vextinum og var síðasta ár í plús. Hagnaðurinn þá nam 13 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 888 milljóna íslenskra króna, samanborið við 7 milljóna dala, 478 milljóna króna, tap árið á undan. Þá námu tekjur félagsins 416,5 milljóna dala, jafnvirði 32,6 milljarða íslenskra króna, sem er 16 prósenta aukning á milli ára. Breska dagblaðið International Herald Tribune hefur eftir Törnberg, sem er fimmtugur að aldri, að þegar útgáfa Metro hófst hafi hann ákveðið að stíga frá borði útgáfufélagsins um leið og gott stjórnendateymi væri komið að blaðaútgáfunni. Það sé raunin og því hafi hann ákveðið að snúa sér að öðrum störfum, að sögn dagblaðsins. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro International, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaðaútgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995. Metro International er með stærstu dagblaðaútgáfum í heimi og gefur út dagblöð í um 20 löndum sem ná til 22,8 milljóna lesenda á degi hverjum. Útgáfufélagið hefur frá upphafi skilað hallarekstri, sem skrifast að mestu á mikinn vöxt blaðaútgáfunnar. Reksturinn hefur batnað eftir því sem hægt hefur á vextinum og var síðasta ár í plús. Hagnaðurinn þá nam 13 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 888 milljóna íslenskra króna, samanborið við 7 milljóna dala, 478 milljóna króna, tap árið á undan. Þá námu tekjur félagsins 416,5 milljóna dala, jafnvirði 32,6 milljarða íslenskra króna, sem er 16 prósenta aukning á milli ára. Breska dagblaðið International Herald Tribune hefur eftir Törnberg, sem er fimmtugur að aldri, að þegar útgáfa Metro hófst hafi hann ákveðið að stíga frá borði útgáfufélagsins um leið og gott stjórnendateymi væri komið að blaðaútgáfunni. Það sé raunin og því hafi hann ákveðið að snúa sér að öðrum störfum, að sögn dagblaðsins.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira