Fleiri fréttir

13 þúsund sagt upp hjá Chrysler

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að segja upp 13 þúsund starfsmönnum í verksmiðjum í Bandaríkjunum. Þeir segja ástæðuna vera hversu erfitt Chrysler eigi orðið með samkeppni frá öðrum löndum.

Evruhlutabréf fyrir aðalfund

Stjórn Marels leggur fyrir aðalfund félagsins í mars tillögu um að færa hlutafé fyrirtækisins úr krónum í evrur.

Samkeppnishæfnin skoðuð

Iðntæknistofnun kannar samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við Alþjóða efnahagsstofnunina, World Economic Forum (WEF) og sendir á næstu vikum út spurningalista. Velt er upp spurningunni hvers vegna hagkerfi sumra þjóða vaxi hraðar en annarra.

Storebrand fór fram úr spám

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand Group nam 1.469 milljónum norskra króna eftir skatta í fyrra sem eru um 17,4 milljarðar króna. Þar af var hagnaður félagsins, sem er að níu prósentum hluta í eigu Kaupþings, rúmir 5,8 milljarðar á fjórða ársfjórðungi.

LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað

Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu.

Chrysler segir upp starfsfólki vegna samdráttar

Bílaframleiðendurnir DaimlerChrysler hefur ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og í Kanada og loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Delawer. Helsta ástæðan er samdráttur í rekstri fyrirtækisins en sala á nýjum bílum undir merkjum Chrysler dróst saman um 7 prósent vestanhafs.

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Thai Airways fær afslátt hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt á átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan eru tafir á afhendingu A380 risaþotanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent

Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot

Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.

Minnstu olíufélögin sjá um skip ríkisins

Tvö minnstu olíufélögin Atlantsolía í Hafnarfirði og Íslensk olíumiðlun í Neskaupstað voru hlutskörpust í útboði ríkisins á olíu til varðskipa og hafrannsóknaskipa og hefur ríkið samið við þau.

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Erlendum aðilum leyfist ekki að kaupa stærri hlut í indversku fjármálafyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Námarisar vilja kaupa álrisa

Álverð fer hækkandi og hlutabréf í Alcoa, stærsta álframleiðanda heims hækkuðu um rúm sex prósent í kauphöllinni í New York í gær. Vangaveltur eru um að fyrirtækið verði selt.

Selur Íslendingum sælkerafæði

Muriel Léglise bjó í Lúxemborg um síðustu aldamót og starfaði hjá Evrópuráðinu. Þar deildi hún íbúð með tveimur íslenskum stelpum og varð þeim vel til vina. Þessar vinkonur hennar voru hvatinn að því að hún heimsótti Ísland. Að eigin sögn fékk hún svo góða tilfinningu fyrir landinu að hún var flutt hingað með allt sitt hafurtask innan við ári síðar.

Ef krónan væri bíll

Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina.

Windows Vista blæs lífi í tölvusölu

Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum.

Aðdáendur Smith flykkjast á netið

Það er af sem áður var þegar aðdáendur stórstjarna fylktu liði að heimili nýlátinna stjarna til að votta samúð sína. Aðdáendur fyrirsætunnar og Playboy-kanínunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í síðustu viku á sínu fertugasta aldursári, hafa hins vegar brugðist öðruvísi við, en þeir hafa í mun meiri mæli nýtt sér netið til hins ýtrasta, búið til vefdagbækur, blogg og aðrar vefsíður þar sem þeir tjá hug sinn til fyrirsætunnar, sem lést nú fyrir skömmu.

Sérsveit Geirs

Þeim hefur fjölgað ráðherrunum sem vilja stofna sérsveitir. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var lengi legið á hálsi fyrir að vilja stofna sérsveit.

Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni

Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace.

Styttist í Íslenska þekkingardaginn

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar Íslenski þekkingardagurinn á Nordica hóteli fimmtudaginn 22. febrúar í næstu viku. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þema hennar að þessu sinni er samrunar og yfirtökur.

Fyrsta Tarsan-myndin í bíó

Fyrsta kvikmyndin um ævintýri hvíta frumskógarkonungsins Tarsans var frumsýnd á þessum degi árið 1918. Leikstjóri myndarinnar var Bandaríkjamaðurinn Scott Sidney en með aðalhlutverk Tarsans fór Elmo nokkur Lincoln.

Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis

Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum.

Forhertir þorskhausar

Leiðarahöfundur Moggans hefur oft amast við stórfyrirtækjunum og fundist þau vaða yfir allt og alla. Hann hefur nú fundið svar við slíku, en í leiðara blaðsins mátti lesa mikla lofgjörð um herðingu þorskhausa. Nú skal ekki gert lítið úr virðisauka af hugviti í þeirri grein, en ýmsir freistast til að lesa slíka lofgjörð í samhengi við önnur skrif blaðsins.

Hvers vegna kaupa konur?

Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar.

Wahlroos blómstrar

Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi.

Nýtt stýrikerfi eftir tvö ár

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja nýtt stýrikerfi á markað eftir tæp tvö ár. Þetta sagði Ben Fathi, einn af framkvæmdastjórum þróunardeildar Microsoft, á ráðstefnu um tölvumál í San Francisco í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur

Landsbankinn hefur eytt minnstu af viðskiptabönkunum í fyrirtækjakaup erlendis, aðeins um 31 milljarði króna, en samt vaxið gríðarlega hratt. Núverandi aðferðafræði, að kaupa ódýrt og byggja upp stökkpall með því að ráða inn starfsfólk, hefur gefist vel en útlit er fyrir að nú muni hægja á vextinum með þessari aðferð. Sigurjón Þ. Árnason segir að það komi að stórri yfirtöku Landsbankans, í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson, og skýrir hvernig brugðist var við neikvæðri umræðu um bankann í fyrra sem hefur skilað sér í innlánssprengingu í Bretlandi.

Sampo er upphafsreitur

Finnski tryggingarisinn situr á fimm milljörðum evra sem koma þarf í vinnu. Stjórnendur Sampo og forsvarsmenn Exista vilja taka þátt í samrunaferli á norrænum fjármálamarkaði. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir nýjustu atburði sem eru eflaust bara fyrsti leikur í skákinni.

Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild

Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló.

Tveggja ára leik loksins lokið

Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár.

Bíður dóms vegna ruslpóst

27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum.

Eskimo færir út kvíarnar

Tilraunaframleiðsla á fatnaði er hafin hjá Eskimo og fyrirætlanir um markaðssetningu á heimsvísu. Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi fyrirtækisins og einn stjórnenda, segir Óla Kristjáni Ármannssyni hvert Eskimo stefnir.

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Marel undir væntingum

Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs.

Samruni VSB og FSP?

Stjórnir VSB fjárfestingarbanka hf og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna. Vonast er eftir að viðræðurnar beri árangur sem fyrst. VBS fjárfestingarbanki hf er í eigu 80 hluthafa en FSP hf er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga.

Metverðbólga í Zimbabve

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða.

LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel

Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði.

Heimabíóhljómur úr einum hátalara

Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæfum heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá.

LSE hefur samvinnu við kauphöllina í Tókýó

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) hefur ákveðið að efla samvinnu sína við kauphöllina í Tókýó í Japan í kjölfar þess að eigendur meirihluta bréfa í LSE ákváðu að taka ekki yfirtökutilboði Nasdaq í markaðinn á laugardag.

Sjónvarpsefni beint í vasann

Með þriðju kynslóðar símum verður hægt að fá uppáhalds sjónvarpsþáttinn beint í vasann. Tíðnileyfum frá Póstog fjarskiptastofnun verður úthlutað í vor og búist er við að sendar fyrir símana komist í gagnið fljótlega eftir það.

Verðbólga mælist 7,4 prósent

Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Vodafone kaupir indverskt farsímafélag

Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur háð harða baráttu um hlutinn við fjölda farsímafélaga allt frá því fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum í indverska félaginu seint á síðasta ári.

Tilraun Nasdaq mistókst

Tilraun hlutabréfamarkaðarins Nasdaq til að taka yfir kauphöllina í Lundúnum mistókst. Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag.

Kaupa tölvur vegna Vista

Sprenging hefur orðið í sölu á nýjum heimilistölvum eftir að Windows Vista kom út. Samkvæmt sölutölum í Bandaríkjunum jókst salan um heil 173% á milli vikna eftir að stýrikerfið nýja kom út í lok janúar.

Sjá næstu 50 fréttir