Viðskipti innlent

Vatnasafn í Stykkishólmi

Roni Horn
Roni Horn

Fulltrúar Straums-Burðaráss, FL Group og Olíufélagsins ásamt fulltrúa Artangel-listastofnunarinnar í Bretlandi skrifuðu í gær undir samning um uppsetningu á Vatnasafni bandarísku listakonunnar Roni Horn í Stykkishólmi. Fyrirtækin leggja 13,5 milljónir króna til safnsins sem gert er ráð fyrir að verði opnað 5. maí.

Auk fyrirtækjanna standa menntamála- og samgönguráðuneyti, Artangel-listastofnunin í Bretlandi, Stykkishólmsbær og Roni Horn að verkefninu.

Vatnasafnið verður í gamla Amtsbókasafninu á Þinghúshöfða. Á aðalhæð verður varanleg innsetning eftir Roni Horn sem samanstendur af 24 glersúlum sem ná frá gólfi til lofts en í þeim er ákveðið magn af vatni sem fengið er úr helstu jöklum landsins. Þá hefur Roni hljóðritað veðursögur um það bil eitt hundrað Snæfellinga. Í kjallara hefur verið innréttuð íbúð og vinnuaðstaða fyrir rithöfunda.

Roni Horn er ein þekktasta listakona samtíðarinnar og hefur dvalið hér reglulega síðasta aldarfjórðunginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×