Fleiri fréttir

Eimskip selur Frílager

Eimskip hefur selt Frílager til Ekrunnar ehf, dótturfélags Nathan & Olsen ehf., samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Samningurinn nær eingöngu til kostverslunar Frílagers, þ.e. matvöru, drykkjarvöru, hreinlætisvöru, áfengis og tóbaks.

Ari Edwald verður forstjóri 365

Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu.

Samskip opna skrifstofu í Vigo á Spáni

Samskip opna skrifstofu í Vigo á vesturströnd Spánar um áramótin og verða helstu verkefni hennar umsýsla með hverskyns fiskafurðir, bæði kældar og frosnar.

Avion kaupir fjórar nýjar fraktvélar

Avion Group hefur staðfest kaup á fjórum Boeing 777 fraktvélum til viðbótar við þær fjórar sem félagið keypti fyrr á árinu. Heildarfjárfesting í þessum átta vélum, samkvæmt listaverði frá Boeing, nemur hátt í tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Vélarnar fjórar verða afhentar á árunum 2010 og 2011 og verða notaðar hjá dótturfélagi Avion Group, Air Atlanta Icelandic.

Viðskiptahallinn slær met

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð upp á um ellefu milljarða króna í nóvember en þá var flutt inn fyrir tæpa 28 milljarða en út fyrir um sextán og hálfan milljarð. Halli

Innheimtufyrirtæki sameinast

Innheimtufyrirtækin AM-Kredit og Premium hafa komist að samkomulagi um samruna. Fimm sparisjóðir eiga hlut í sameinuðu fyrirtæki. Fyrirtækið mun áfram sinna innheimtuþjónustu en einnig leggja áherslu á að fjármagna viðskiptakröfur.

Penninn hf. gerir samning um rekstur verslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Penninn hf. hafa gert samning um rekstur verslunnar undir nafni Eymundsson. Penninn hf. mun taka við sölu blaða, tímarita, bóka og annarra vara af Íslenskum markaði, en verslunin verður lögð niður í núverandi mynd þegar búið verður að gera samninga við nýja aðila um um rekstur verslanna með þá vöruflokka sem þar eru seldir í dag.

Samið um rekstur gleraugnaverlsunar í FLE

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Optical Studio hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með gleraugu, sólgleraugu, linsur, fylgihluti með sjóntækjum og sjónmælingar. Það voru Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Sextánföld umframeftirspurn í útboði Avion

Hlutafjárútboði Avion Group til fagfjárfesta lauk klukkan fjögur í dag. Alls óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa hluti í félaginu fyrir ríflega 100 milljarða króna að söluvirði sem er sextánföld umframeftirspurn.

Björgólfur fjárfestir í Póllandi

Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna.

Fasteignaverð hækkaði um 3,1%

Fasteignaverð hækkaði um 3,1% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Greiningardeild KB banka segir þetta töluvert umfram væntingar markaðsaðila, sem og greiningardeildarinnar.

Yfirtaka síðasti kostur

Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi, segir að það hefði verið síðasti kostur í stöðunni að fara í yfirtöku á FL Group. "Okkur líður mjög vel með FL Group skráð og held að það sama eigi við um aðra hluthafa." Yfirtökuskylda Baugs Group í FL Group hófst þegar hlutafjárútboði í síðarnefnda félaginu lauk þann 10. nóvember.

KB banki vildi í búlgarska tóbakið

KB banki reyndi að ná saman hópi fjárfesta ásamt þýska bankanum Deutsche bank til að kaupa búlgarska tóbaksfyrirtækið Bulgar­­tabac eftir að stjórnvöld ákváðu að einkavæða það árið 2002. Leitaði KB banki meðal annars til íslenskra fjárfesta til að taka þátt í verkefninu.

Yfirtökutilboð í Whittard lagt fram

Breska verslunarkeðjan Julian Graves lagði í gær fram yfirtökutilboð í Whittard of Chelsea, sem rekur te-, kaffi- og gjafavöruverslanir því tengdar. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 21,5 milljónir punda eða sem nemur 2,4 milljörðum króna.

Lýsing tekur sex milljarða sambankalán

Eignarleigufyrirtækið Lýsing hefur tekið sex milljarða króna sambankalán með þátttöku sex evrópskra banka auk KB banka. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að með lántökunni sé Lýsing fyrst og fremst að mæta miklum vexti útlána á þessu ári.

Kögun kaupir meira hlutafél í Hands ASA

Kögun hf. hefur eignast til viðbótar fyrri eign 18,8 milljónir hluta í norska félaginu Hands ASA og á því 107,7 milljónir hluta samtals. Kögun hf. hefur eftir þetta yfirráð yfir 90 prósentum hlutafjár í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kögun í dag.

Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf.

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005.

Innflutningur eykst

Samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts var innflutningur í nóvember sá mesti sem af er ári. Nam hann um 27,5 milljörðum án flutnings skipa og flugvéla. Að raungildi er það 52 prósentum meiri innflutningur en í nóvember í fyrra.

Ríkur, ríkari

Vladimir Lisin, næstríkasti maður Rússlands mun bæta hálfum milljarði dollara við auð sinn þegar stálframleiðslufyritæki hans Novolipetsk verður skráð á verðbréfamarkaði Lundúna.

Fær 15 milljarða að láni

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur undirritað sambankalán að fjárhæð 200 milljónir evra og er lánið til þriggja ára. Miðað við gengi evrunnar í gær jafngildir upphæðin um 15 milljörðum íslenskra króna.

Íbúðalánasjóður lánar meira út í ár

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í nóvember námu tæpum 5,9 milljörðum króna. Það er um 48 prósent aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þar af teljast tæplega 800 milljónir króna til leiguíbúðalána, sem er samkvæmt frétt Íbúðalánasjóðs umtalsverð aukning frá fyrra mánuði. 5,1 milljarður tilheyrði almennum útlánum. Það sem af er ári hefur Íbúðalánasjóður lánað samtals tæpa 69 milljarða og eru útlánin orðin hærri en á öllu síðasta ári.

Úr stjórn TM

Tilkynnt var í gær að Kjartan Broddi Bragason hefði sagt sig úr stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Kemur úrsögnin í kjölfar þess að Fjárfestingarfélag sparisjóðanna seldi hlut sinn í TM þann 23. nóvember síðastliðinn.

Slorið úr vísitölunni og tískan kemur inn

Ný Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tekur gildi um áramótin. Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki verður í vísitölunni, en sjávarútvegsfyrirtæki voru áberandi í Kauphöllinni á upphafsárum hennnar. HB Grandi uppfyllir ekki lengur skilyrði um verðbil og fellur út úr vísitölunni, auk þess sem eignarhald fyrirtækisins er á færri höndum.

Verðlag hækkar umfram spár

Spáð var að verðlag stæði í stað milli nóvember og desember. Það stóðst ekki og er verðbólga enn fyrir ofan þolmörk Seðlabankans. Vísitalan sem mælir breytingar á verði neysluvara hækkaði um 0,36 prósent milli nóvember og desember. Hagstofa Íslands tilkynnti þetta í gær.

Bankastjóri kaupir bréf

Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, keypti í gær 400 þúsund hluti í bankanum á genginu 665. Jafngildir það 266 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Ingólfur um 2,8 milljónir hluta í KB banka.

Bréf í French Connection lækka!

Bréf í tískufatafyrirtækinu French Connection, sem Baugur á rúmlega 13 prósent hlut í féllu um 5 prósent eftir afkomuviðvörun frá félaginu. Í yfirlýsingunni kom fram að að áætlaður hagnaður ársins myndi lækka úr 20 -25 miljónum punda niður í 11-14 milljónir punda.

Dýrari fasteignir keyptar

Heildarvelta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember var tæpur 21 milljarður króna og jóks um 3,6 prósent milli mánaða. Í morgunkornum Íslandsbanka segir að veltan aukist þótt kaupsamningum hafi fækkað um rúm sex prósent frá fyrra mánuði. Þinglýstir samningar voru 735 í nóvember.

Ráðinn til KEA

Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og mun hann hefja störf hjá félaginu í byrjun nýs árs. Fjárfestingastjóri er nýtt starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en í því felst framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs, en stofnfé þeirra er samtals um 1,7 milljarðar króna.

Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga

Tvísköttunarsamningar eru ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær segir í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands. Nú séu 23 slíkir samningar í gildi við Ísland og þeim þurfi að fjölga.

Verðbólgutölur eftir helgi

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur á mánudaginn. Bíða margir spenntir eftir upplýsingum um þróun verðlags, sem hefur verið að hækka undanfarið. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa miðað að því að ná verðbólgunni niður.

Yfirtaka Atorku er ekki óvinsamleg

"Við lítum ekki á þetta sem óvinsamlega yfirtöku. Atorka hefur verið stærsti hluthafinn í Jarðborunum um nokkurt skeið og því var viðbúið að það færi þessa leið," segir Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður Jarðborana, spurður um álit stjórnar félagsins til yfirtökutilboðs Atorku Group í hlutabréf annarra hluthafa Jarðborana.

Tóku milljarðalán

Forsvarsmenn Landsvirkjunar tóku lán uppá 400 milljónir Bandaríkjadali, eða 25,6 milljarða króna, í London í gær. Með lántökunni er Landsvirkjun að endurfjármagna sams konar lán sem tekið var með óhagstæðari kjörum árið 2003. Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citicorp, Landsbanki Íslands, SEB, Société Générale og Sumitomo.

Íslendingar framar í fiskveiðistjórnun

Íslendingar standa betur að vígi en Norðmenn í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu og markaðassetningu samkvæmt nýrri skýrslu um samkeppnishæfni sjávarútvegs sem Einar K. Guðfinnsson kynnti í dag.

Úrvalsvísitalan í ham

Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri en hún náði 5.221 stigum í gær. Gildi vísitölunnar var í 3.360 stigum í ársbyrjun og hefur hún því hækkað um 55 prósent á árinu. KB banki fór mest upp í 678 krónur á hlut en endaði í 666 krónum sem er met.

Bangsar fallast í faðma

Bandaríska bangsabúðin Build-A-Bear á í viðræðum við Baug um að kaupa Bear Factory fyrir um 2,8 milljarða króna og sameina fyrirtækin eftir því sem fram kemur í The Times. Baugur eignaðist Bear Factory í júlí árið 2003 við kaupin á Hamleys leikfangabúðakeðjunni bresku.

Stofa verður banki

Verðbréfastofan hefur sótt um leyfi til að stunda fjárfestingarbankastarfsemi. Hefur slíkt verið í undirbúningi um nokkurn tíma og búist er við að leyfið verði veitt næstu daga. Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, segist geta boðið viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu með þessu leyfi.

Hagvöxtur eykst

Útlit er fyrir að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið myndarlegur samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Aukning einkaneyslu og áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir stuðluðu meðal annars að því. Aukinn viðskiptahalli dró hins vegar úr hagvextinum.

Metverð á gulli

Verð á gulli hefur ekki verið eins hátt í næstum 25 ár. Verð fór hæst í tæpar 34.000 krónur únsan á mörkuðum í Asíu. Helstu ástæður hækkandi gullverðs eru aukin eftirspurn eftir skartgripum og einnig eru uppi getgátur um að evrópskir og asískir seðlabankar muni auka gullforða sinn í skiptum fyrir dollara.

Sátt um Norse

Norskir fjárfestar hafa fallið frá kröfu um lögbann á sölu Norse Securities til Íslandsbanka. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun Íslandsbanka á Norse og er búist við að endanleg kaup geti gengið fljótt fyrir sig. Greint var frá því í norskum fjölmiðlum á þriðjudaginn að stjórnarformaður B2 Holding hélt að hann væri í samningaviðræðum um kaup á Norse þegar það var skyndilega selt Íslandsbanka.

Fá ekki "eu" endingu

Aðilar utan Evrópusambandsins geta aðeins fengið "eu" endingu að því tilskyldu að þeir séu með skráð vörumerki eða útibú innan ESB-landanna. Þessu hafa EES- og EFTA-ríkin mótmælt harðlega. Evrópusambandið hefur hafið skráningu á lénum með "eu" endingu. Búist er við hundruð þúsunda skráninga fyrstu dagana.

Íslensk heimili rík

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að árið 2005 hafi verið gjöfult fyrir íslensk heimili. Kaupmáttur hafi farið vaxandi, atvinnuleysi minnkað, framboð af lausum störfum verið mikið, verð eigna hækkað, aðgangur að lánsfjármagni batnað og langtímavextir lækkað. Þar að auki hafi staðan verið góð í upphafi árs þegar meðal annars kaupmáttur og eignaverð var í sögulegu hámarki og atvinnuleysi hverfandi lítið.

Methalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli í Bandaríkjunum í september nam 66 milljörðum dala, um það bil 4.300 milljörðum króna. Innflutningur jókst um 2,4 prósent á meðan útflutningur dróst saman um 2,6 prósent. Á sama tima var viðskiptajöfnuður Kínverja við útlönd jákvæður um 12 milljarða dollara, jafnvirði 780 milljarða króna.

Microsoft brýtur lög

Microsoft var dæmt til greiðslu 32 milljóna dollara, rúma tvo milljarða íslenskra króna sektar af samkeppnisstofnun Suður-Kóreu. Samkeppnisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að það væri brot á samkeppnislögum að msn-skilaboðaforritið væri innifalið með windows-stýrikerfinu.

Erlend verðbréf aldrei vinsælli

Hrein kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum en þá námu þau tæpum 28 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttum greiningardeildar Íslandsbanka sem fékk tölur frá Seðlabanka Íslands.

Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco.

Sjá næstu 50 fréttir