Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lánar meira út í ár

Íbúðalánasjóður lánaði fasteignakaupendum 5,1 milljarð í nóvember.
Íbúðalánasjóður lánaði fasteignakaupendum 5,1 milljarð í nóvember.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í nóvember námu tæpum 5,9 milljörðum króna. Það er um 48 prósent aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þar af teljast tæplega 800 milljónir króna til leiguíbúðalána, sem er samkvæmt frétt Íbúðalánasjóðs umtalsverð aukning frá fyrra mánuði. 5,1 milljarður tilheyrði almennum útlánum. Það sem af er ári hefur Íbúðalánasjóður lánað samtals tæpa 69 milljarða og eru útlánin orðin hærri en á öllu síðasta ári.

Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að útlán sjóðsins á árinu 2005 verði 72,6 milljarðar króna. Bæði Íslandsbanki og KB banki gera ráð fyrir að Íbúðalánasjóður sæki sér sjö milljarða með útboði íbúðabréfa áður en árið er úti. Er það í samræmi við útgáfuáætlun sjóðsins. Verði farið í útboð búast starfsmenn greiningardeildar Íslandsbanka við að kjör og þar með útlánavextir Íbúðalánasjóðs verði óbreyttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×