Viðskipti innlent

Sátt um Norse

Norskir fjárfestar hafa fallið frá kröfu um lögbann á sölu Norse Securities til Íslandsbanka. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun Íslandsbanka á Norse og er búist við að endanleg kaup geti gengið fljótt fyrir sig. Greint var frá því í norskum fjölmiðlum á þriðjudaginn að stjórnarformaður B2 Holding hélt að hann væri í samningaviðræðum um kaup á Norse þegar það var skyndilega selt Íslandsbanka.

Taldi hann það svik á samkomulagi og vandaði Stig Rognstad, forstjóra Norse, ekki kveðjurnar. Íslandsbanki var ekki aðili að þessum deilum en upplýsti um málið með fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands samdægurs. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum nú hefur málið verið látið niður falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×