Viðskipti innlent

Erlend verðbréf aldrei vinsælli

Hrein kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum en þá námu þau tæpum 28 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttum greiningardeildar Íslandsbanka sem fékk tölur frá Seðlabanka Íslands.

"Þessi miklu kaup á erlendum verðbréfum teljast óneitanlega til tíðinda en til samanburðar hafa þau hæst farið í rúma 11 milljarða í apríl 2005. Í þetta sinn beinast kaupin einkum að hlutabréfum eða rúmlega 21 milljarður en tæpum 7 milljörðum er varið í verðbréfasjóði. Líklegt má telja að lífeyrissjóðir séu áfram að nýta sér hátt gengi krónunnar til að bæta við eign sína í erlendum verðbréfum en í ljósi þess hversu mikil kaupin eru má gera ráð fyrir því að fjárfestingar innlendra fyrirtækja erlendis vegi einnig þungt í þetta sinn," segir í pistli greiningardeildar Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×