Viðskipti innlent

Metverð á gulli

Dýr málmur. Hinn dýri málmur verður sífellt dýrari.
Dýr málmur. Hinn dýri málmur verður sífellt dýrari.

Verð á gulli hefur ekki verið eins hátt í næstum 25 ár. Verð fór hæst í tæpar 34.000 krónur únsan á mörkuðum í Asíu. Helstu ástæður hækkandi gullverðs eru aukin eftirspurn eftir skartgripum og einnig eru uppi getgátur um að evrópskir og asískir seðlabankar muni auka gullforða sinn í skiptum fyrir dollara.

Sérfræðingar eru ekki á einu máli hvort gullverð muni haldast svo hátt. Þeir sem telja að það muni lækka á næstunni benda á að líklegt sé að stórir fjárfestar fari að innleysa hagnaðinn af hækkuninni og verð muni lækka í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×