Viðskipti innlent

Innflutningur eykst

Mikið flutt inn í nóvember. Innflutningur var 52 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra.
Mikið flutt inn í nóvember. Innflutningur var 52 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts var innflutningur í nóvember sá mesti sem af er ári. Nam hann um 27,5 milljörðum án flutnings skipa og flugvéla. Að raungildi er það 52 prósentum meiri innflutningur en í nóvember í fyrra.

Ef bráðabirgðatölurnar eru lagðar saman við innflutning fyrstu tíu mánuði ársins er heildarinnflutningur á árinu um þriðjungi meiri en á sama tímabili í fyrra. Að því er fram kemur á heimasíðu fjármálaráðuneytisins má meðal annars rekja aukninguna til mikils magninnflutnings á fjárfestingarvörum. Er það að mestu til komið vegna stóriðjuframkvæmda. Verðhækkanir á olíu og liðir tengdir aukinni einkaneyslu hafa einnig áhrif til aukningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×