Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan í ham

Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri en hún náði 5.221 stigum í gær. Gildi vísitölunnar var í 3.360 stigum í ársbyrjun og hefur hún því hækkað um 55 prósent á árinu. KB banki fór mest upp í 678 krónur á hlut en endaði í 666 krónum sem er met.

Greint var frá kaupum Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Singer&Friedlander, á 600 þúsundum hluta í KB banka á genginu 665. Íslandsbanki náði einnig sínu hæsta gildi frá upphafi, 17,1 krónu á hlut. Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru ennfremur nærri hæstu gildum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×