Viðskipti innlent

Dýrari fasteignir keyptar

Heildarvelta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember var tæpur 21 milljarður króna og jóks um 3,6 prósent milli mánaða. Í morgunkornum Íslandsbanka segir að veltan aukist þótt kaupsamningum hafi fækkað um rúm sex prósent frá fyrra mánuði. Þinglýstir samningar voru 735 í nóvember.

Meðalupphæð hvers samnings var því rúmar 28 milljónir krónur sem er 60 prósent hækkun frá sama tíma í fyrra. Meðalupphæð er líka há miðað við október og segir í fréttum Íslandsbanka að það stafi af því að sérbýli og atvinnuhúsnæði vóg þungt í viðskiptum nóvembermánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×