Viðskipti innlent

Tóku milljarðalán

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar skrifaði undir lánið fyrir hönd fyrirtækisins í lonon í gær.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar skrifaði undir lánið fyrir hönd fyrirtækisins í lonon í gær.

Forsvarsmenn Landsvirkjunar tóku lán uppá 400 milljónir Bandaríkjadali, eða 25,6 milljarða króna, í London í gær. Með lántökunni er Landsvirkjun að endurfjármagna sams konar lán sem tekið var með óhagstæðari kjörum árið 2003. Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citicorp, Landsbanki Íslands, SEB, Société Générale og Sumitomo.

Að auki tóku tíu aðrir bankar þátt í láninu, þar á meðal Íslandsbanki og KB banki. Er það til sjö ára og er hægt að greiða inná það hvenær sem er. Samkvæmt fréttatilkynningu eru vextirnir sem Landsvirkjun greiðir af láninu sambærileg við lánakjör ríkissjóðs, en ríkissjóðir eru að jafnaði tryggustu lántakendurnir og njóta bestu kjara.

Tilboð bárust um lán að fjárhæð 570 milljónir Bandaríkjadala frá bönkunum. Telja stjórnendur fyrirtækisins það til marks um það traust sem Landsvirkjun og ríkið njóta á alþjóðamarkaði um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×