Viðskipti innlent

Slorið úr vísitölunni og tískan kemur inn

Ný Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tekur gildi um áramótin. Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki verður í vísitölunni, en sjávarútvegsfyrirtæki voru áberandi í Kauphöllinni á upphafsárum hennnar. HB Grandi uppfyllir ekki lengur skilyrði um verðbil og fellur út úr vísitölunni, auk þess sem eignarhald fyrirtækisins er á færri höndum.

Önnur félög sem falla úr vísitölunni eru Jarðboranir þar sem borist hefur yfirtökutilboð og Burðarás sem sameinast hefur Straumi. Ný fyrirtæki í vísitölunni sem tekur gildi um áramót eru Dagsbrún, Mosaic og Atorka Group. Við val í vísitölunni eru vegin saman markaðsvirði, viðskiptamagn í Kauphöllinni og verðbil kaup- og sölutilboða. Mest vægi í vísitölunni hefur sem fyrr KB banki eða þriðjung af heildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×