Viðskipti innlent

Verðbólgutölur eftir helgi

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur á mánudaginn. Bíða margir spenntir eftir upplýsingum um þróun verðlags, sem hefur verið að hækka undanfarið. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa miðað að því að ná verðbólgunni niður.

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent en aðrir greiningaraðilar spá óbreyttu ástandi. Þróun á skuldabréfamarkaði í gær bendir til þess að einhverjir markaðsaðilar búist jafnvel við lækkun vísitölu neysluverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×