Viðskipti innlent

Stofa verður banki

Jafet Ólafsson. Verðbréfastofan heldur áfram að auka umsvif sín.
Jafet Ólafsson. Verðbréfastofan heldur áfram að auka umsvif sín.

Verðbréfastofan hefur sótt um leyfi til að stunda fjárfestingarbankastarfsemi. Hefur slíkt verið í undirbúningi um nokkurn tíma og búist er við að leyfið verði veitt næstu daga. Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, segist geta boðið viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu með þessu leyfi.

Hann telur að öðru leyti ekki tímabært að tjá sig um málið fyrr en leyfið fáist. Fjárfestingarbankar mega í raun stunda alla hefðbundna bankastarfsemi samkvæmt lögum. Þeir mega samt ekki taka við innlánum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Er það meginmunurinn á fjárfestingarbanka og hefðbundnum viðskiptabanka. Hingað til hefur þjónusta Verðbréfastofunnar byggst á ráðgjöf, eignastýringu og miðlun verðbréfa. Fyrirtækið var stofnað árið 1996. Samkvæmt heimasíðu eru hluthafar 65 og eigið fé 440 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×