Viðskipti innlent

Íslendingar framar í fiskveiðistjórnun

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra Mynd/E.Ól

Íslendingar standa betur að vígi en Norðmenn í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu og markaðassetningu samkvæmt nýrri skýrslu um samkeppnishæfni sjávarútvegs sem Einar K. Guðfinnsson kynnti í dag.

Í skýrslunni kemur fram að jafnt er á komið í fiskveiðum þjóðanna. Norðmenn eru þó feti framar á tveimur sviðum; í hagstjórn og aðbúnaði fyrirtækja. Samkvæmt skýrslunni skýrist það fyrst og fremst af háum flutningskostnaður afurða hér í samanburði við Noreg og sterkri stöðu íslensku krónunnar.

Hvað fiskveiðistjórnunina snertir helgast hærri einkunn Íslendinga einkum af því að framsal aflaheimilda er mun frjálsara hér en í Noregi. Íslendingar eru duglegir að nýta nýjustu tækni og gott samstarf við íslenska framleiðendur tækja til fiskvinnslu hefur sitt að segja í fiskvinnslunni og í markaðsmálum hafa Íslendingar einfaldlega betri og verðmætari vöru fram að færa, segir í niðurstöðum skýrslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×