Fleiri fréttir

Vífilfell kaupir þriðjung í Mjólku

Vífilfell, sem meðal annars framleiðir Coke, hefur keypt um þriðjungshlut í Mjólku ehf. sem fjölskyldan að Eyjum II í Kjós stofnaði fyrr á árinu til að framleiða osta fyrir innanalndsmarkað. Mjólka starfar utan greiðslukerfis landbúnaðarins og nýtur engra styrkja þaðan.

Hannes í stað Ragnhildar

Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu.

FL Group breytt vegna fjárfestinga

Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling.

Hannes verður forstjóri FL Group

Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar.

Gengi krónunnar gæti hríðfallið

Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum heldur áfram og er þegar farin að valda vaxtalækkunum á vissum sviðum, sem stríða gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Íslensk fyrirtæki skulda mikið

Íslensk fyrirtæki eru hin skuldugustu á Norðurlöndunum, svo miklu munar, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenska hagkerfið.

Viðræður á lokastigi

Danska viðskiptablaðið Börsen telur að samkomulag náist í vikunni um yfirtöku FL Group á danska flugfélaginu Sterling. Blaðið segir í morgun að viðræður séu á lokastigi og tilkynningar sé að vænta fyrir vikulokin.

Lækkandi lyfjaverð skilar sér ekki

Lyfjaverð hefur lækkað umtalsvert á umliðnum mánuðum og um háar upphæðir er að ræða. Lækkunin væri þó enn meiri ef lyfjaverð fylgdi háu gengi krónunnar.

Bakkavör kaupir Hitchen Foods

Bakkavör Group hefur keypt Hitchen Foods í Bretlandi fyrir 4,7 milljarða króna. Hitchen Foods framleiðir ferskt, niðurskorið grænmeti og salat fyrir stærstu verslanakeðjur Bretlands.

Actavis kaupir Alpharma

Actavis Group hefur gengið frá samningi um kaup á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverðið nemur 810 milljónum dala eða um 50 milljörðum króna. Með kaupunum er Actavis orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims. Sameiginlegt fyrirtæki verður með starfsemi í 32 löndum og um 10.000 starfsmenn.

Breytingar á hluthafahópi Össurar

AB Industrivarden í Svíþjóð seldi í dag ríflega nítján prósenta hlut sinní hlutafé Össurar sem jafngildir 75 milljónum hluta og er andvirðir sölunnar um það bil sex oghálfur milljarður króna. Kaupendur eru William Demant Invest A/S í Danmörku, Eyrir Invest ehf. og Vik Investment Holding eignarhaldsfélag í eigu Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar. Eftir þessi viðskipti er William Demant Invest A/S stærsti hluthafi Össurar með 36,9% hlutafjár.

Hver á að greiða sektina?

Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs.

Hilmar verður flugrekstrarstjóri

Hilmar B. Baldursson, yfirflugstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn í stöðu flugrekstrarstjóra félagsins. Hann tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Icelandair Technical Services.

Avion næstframsæknast í Evrópu

Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann.

Sala hjá Icelandic Group

<font size="2"> Tryggingamiðstöðin, Sund, Eimskip og tengd félög hafa keypt ráðandi hlut í Icelandic Group fyrir um tólf milljarða króna. Þórólfur Árnason, forstjóri Icelandic Group, lætur af störfum. </font>

Konum fjölgar um 10%

Konur eru um fimm prósent stjórnarmanna í aðildarfyrirtækjum Viðskiptaráðs. Stjórnarkonunum hefur fjölgað um tíu prósent á þessu ári.

Somerfield mælir með tilboði Apax

Stjórn verslunarkeðjunnar Somerfield tilkynnti í dag að hún myndi mæla með yfirtökutilboði fjárfestahóps leiddum af Apax fjárfestingarsjóðnum. Tilboðið frá hópnum hljóðar upp á 1,08 milljarða punda, eða um 80 milljarða íslenskra króna, en það samsvarar 197 pensum á hlut.

Spá meiri vaxtahækkunum Seðlabanka

Greiningardeild Íslandsbanka spáir frekari vaxtahækkunum Seðlabanka áður en árið er liðið. Deildin spáir því að bankastjórn Seðlabankans hækki vexti í ellefu prósent á þessu ári og tólf prósent á því næsta. Næstu vaxtahækkunar er að vænta í byrjun desember að mati Greiningardeildar Íslandsbanka.

Íslensk skuldabréf erlendis

Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn.

Samanlagður hagnaður 33 milljarðar

Sextán stærstu fyrirtæki landsins högnuðust um 33 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ef marka má afkomuspár greiningadeilda bankanna. >

Sómi vill kaupa Júmbó

Samkvæmt heimildum Markaðarins mun samlokufyrirtækið Sómi leggja fram tilboð í Júmbó samlokur í lok vikunnar. Ef af samruna fyrirtækjanna tveggja verður, eða það færist undir sama eignarhald, má búast við að til verði fyrirtæki sem ekki er óvarlegt að ætla að verði metið á um átta hundruð milljónir króna. >

Olíufélögin selja Gasfélagið

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995.

Bílanaust fjárfestir í Bretlandi

Bílanaust hefur keypt hlut í þremur fyrirtækjum í Bretlandi. Samanlögð velta fyrirtækjanna er rúmlega 1,2 milljarðar króna og eru fyrirtækin í dreifingu á iðnaðarvörum af ýmsu tagi, til dæmis öryggisvörum, hreinlætisvörum, efnavörum, festingavörum og verkfærum.

Svafa aðstoðarforstjóri Actavis

Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri.

Hagnaður hjá SÍF

Afkoma SÍF var undir væntingum á nýliðnu rekstrarári. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,8 milljónum Evra. Þetta kom fram á aðalfundur SÍF sem var haldinn á Nordica Hotel í gær.

Breytt fjárhagsár hjá SÍF

Árstíðarbundinn rekstur er ein helsta ástæða þess að fjárhagsári SÍF var breytt að sögn Jakobs Sigurðssonar, forstjóra SÍF. Jakob segir rekstur félagsins vera mjög árstíðarbundinn en langstærsti hluti sölu og afkomu myndist á tímabilinu október til desember.

Slippstöðin hefur starfsemi á ný

Nýtt hlutafélag verður stofnað um rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri í dag og hefst starfsemi á þriðjudag. Nýr framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að geta endurráðið alla starfsmenn. </font />

Hráolía lækkar fimmta daginn í röð

Verð á hráolíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð, og er nú komið niður í rétt rúmlega sextíu og einn dollara á fatið. Í lok ágúst kostaði fatið af hráolíu meira en sjötíu dollara.

Hagnaður eykst um 65%

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagnaður fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni aukist um 65 prósent á þriðja ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Í krónum talið nemur aukningin ein röskum ellefu milljörðum króna og þar af eiga fjármálafyrirtækin rúma sjö milljarða.

Stýrivextir óbreyttir í Evrópu

Evrópski Seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru tvö prósent á evrusvæðinu. Hér á landi eru þeir tíu prósent en 4,5 prósent í Bretlandi. Þetta er hvati til spákaupmennsku útlendinga með verðbréf í íslenskum krónum, sem færst hefur í vöxt síðustu vikurnar.

Viðræður um Sterling standa yfir

FL Group kaupir Sterling af eigendum Iceland Express ef samningar nást en viðræður milli Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, og Pálma Haraldssonar eru í fullum gangi. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin.

Spáir lækkun íbúðaverðs

Greiningardeild KB banka spáir því að íbúðaverð muni lækka ef vextir af húsnæðislánum hækka, eins og allt útlit er fyrir að verði. Vextir af óverðtryggðum og verðtryggðum skuldabréfum héldu áfram að hækka í gær.

Friðjón sagði upp hjá Lífiðn

Friðjón Rúnar Sigurðs­son, framkvæmdastjóri Lífeyris­sjóðsins Lífiðnar, sagði upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. Í tilkynningu sjóðsins kemur fram að hann muni fljótlega ­­hverfa­ frá störfum til að takast á hendur starf framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs hjá Sjóvá hf.

Verð á hráolíu hríðlækkaði

Verð á hráolíu hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Fatið lækkaði um meira en tvo dollara og er nú komið niður fyrir sextíu og fjóra dollara en var rétt um sjötíu dollarar í aðdraganda fellibylsins Rítu.

Olíuverð hækkar aftur í dag

Verð á hráolíu hefur hækkað í dag eftir að það hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni í dag mun vera minnkandi birgðir af bæði hráolíu og gasolíu en lækkunin í gær var til komin vegna þess að fellibylurinn Ríta hafði minni áhrif á olíuframleiðslu en óttast var.

Nýherji kaupir danskt fyrirtæki

Nýherji hefur undirritað samning um kaup á danska SAP ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu AppliCon. Fyrirtækið er einn stærsti samstarfsaðili SAP í Danmörku og eitt af öflugri SAP ráðgjafarfyrirtækjum þar í landi, að því er greinir frá í tilkynningu frá Nýherja.

Krónan lækkaði um 0,55%

Gengi krónunnar lækkaði um 0,55 prósent í morgun eftir mikla hækkun fyrir helgi. Sérfræðingar segja þessa lækkun ekki þýða neitt sérstakt, krónan geti bæði hækkað og lækkað á morgun þótt líkur séu til þess að hún hækki á ný.

Kauphöllin áminnir Heklu

Kauphöll Íslands hefur áminnt Heklu hf. opinberlega fyrir brot á reglum fyrir útgefendur verðfbréfa í Kauphöllinni. Málavextir eru þeir að Hekla hf. birti þann 31. ágúst á fréttavef Kauphallarinnar árshlutareikning fyrir tímabilið janúar til júní 2005. Skýringar með árshlutareikningnum vantaði og eftir ítrekanir frá Kauphölllinni var árshlutareikningur með skýringum birtur 13. september.

Sjá næstu 50 fréttir