Viðskipti innlent

Hækkun á bréfum Flögu gengur til baka

Snörp hækkun á bréfum í Medcare-Flögu síðan í síðustu viku virðist vera að ganga að mestu leyti til baka en gengi bréfanna lækkaði um tæp fimm prósent í gær. Ekkert fyrirtæki hefur lækkað meira frá áramótum en Flaga en bréfin eru um 40 prósentum lægri nú en um áramót.

Þegar stjórn félagsins tilkynnti um skipulagsbreytingar og að ráðgert væri að flytja stærstan hluta starfseminnar út fyrir landsteinana kom kippur í gengi bréfanna og hækkuðu þau um heil tíu prósent á einum degi, daginn eftir skipulagsbreytingar. Þessi vonarneisti Flögu virðist vera aftur að dofna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×