Viðskipti innlent

Kaupþing banki fær viðrvörun í Svíþjóð

MYND/Pjetur

Kaupþing hefur fengið viðvörun frá fjármálaeftirlitinu í Svíþjóð. Fjármálaeftirlitið velti fyrir sér að svipta félagið leyfi til að starfrækja og versla með hlutabréfasjóði en ákvað að láta viðvörun nægja.

Ástæðan fyrir viðvöruninni er sú að markaðsvirði eignarhlutar hlutabréfasjóðanna Kaupþing Bas og Kaupþing Smaabolag í félaginu Airsonett hefur ekki verið uppfært á þeim þremur árum sem liðu frá því hluturinn í því var keyptur eins og eðlilegt hefði verið. Á sama tíma snarféll gengi hlutafélaga í Svíþjóð. Kaupþing hefur lýst yfir að það taki viðvörunina mjög alvarlega og muni bæta viðskiptavinum sínum tapið sem nemur um einni milljón sænskra króna eða yfir 10 milljónum íslenskra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×