Viðskipti innlent

Fara úr stjórn Iceland Express

Fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sterling munu segja sig úr stjórn Iceland Express samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta eru Almar Örn Hilmarsson, Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson. Hluti kaupverðs Sterling verður greitt með hlutafé í FL Group og þar sem Iceland Express er í samkeppni í millilandaflugi munu þeir víkja af samkeppnisástæðum.

Talið er líklegt að í framhaldinu muni Iceland Express verða sett í söluferli þar sem eigendur Iceland Express eru á leið í hluthafahóp FL Group.-hh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×