Viðskipti innlent

FL Group eykur hlut sinn í easyJet

FL Group hefur aukið hlut sinn í breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet úr 14 prósentum í 15. Þetta kom fram í tilkynningu sem easyJet sendi Kauphöllinni í Lundúnum í morgun.

Hlutafé í easyJet hækkaði um sex prósent í gær, meðal annars vegna umræðu ytra um að FL Group hafi hug á að eignast meirihluta í félaginu og taka yfir rekstur þess. Aðeins eru þrír dagar tilkynnt var um kaup FL Group á öðru lággjaldaflugfélagi, Sterling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×