Viðskipti innlent

Icelandic Group kaupir stærsta framleiðslufyrirtækið

Icelandic Group hefur keypt eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Þjóðverja í frystum sjávarafurðum.
Icelandic Group hefur keypt eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Þjóðverja í frystum sjávarafurðum. MYND/GVA

Icelandic Group hefur keypt framleiðslufyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða, Pickenpack-Hussman&Hahn Seafood.

Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Pickenpack - Hussman & Hahn Seafood, stærsta framleiðslufyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða. Kaupverðið verður greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group. Eftir viðskiptin og hlutafjáraukningu í Icelandic Group munu hluthafar Pickenpack eiga rúmlega tuttugu og eitt prósent hlutafjár í Icelandic Group. Miðað við markaðsverð hlutabréfa Icelandic Group nemur kaupverð Pickenpack um 5,5 milljörðum króna. Vaxtaberandi skuldir Pickenpack við kaupin eru tæpir sex milljarðar króna.

Með kaupunum styrkir Icelandic Group stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í sölu og framleiðslu sjávarafurða á heimsvísu. Áætluð velta Pickenpack á árinu 2006 er um fjórtán milljarðar króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta er áætlaður rúmur milljarður króna. Með kaupunum aukast tekjur Icelandic í Evrópu verulega eða um 28% árið 2006.

Stærstu hluthafar Pickenpack eru Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Pickenpack og Samherji. Þessi viðskipti styrkja samstarf Icelandic Group og Samherja en Samherji hefur verið stór viðskiptavinur Icelandic Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×