Viðskipti innlent

Stofna hlutabréfamarkaða fyrir minni og meðalstór fyrirtæki

MYND/Stefán

Hlutabréfamarkaði fyrir minni og meðalstór fyrirtæki, iSEC, verður hleypt af stokkunum í Kauphöllinni fyrir áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag að iSEC-hlutabréfamarkaðurinn verði ekki háður jafn ströngum skilyrðum og aðalmarkaðurinn en veiti samt upplýsingar um rekstur félaganna með skipulögðum hætti.

Þannig eigi félög á markaðnum að veita upplýsingar um afkomu tvisvar ári. Ekki verða sett takmörk á stærð fyrirtækja á iSEC-markaði, lengd rekstrarsögu eða dreifingu eignarhalds. Ekki gilda heldur ákvæði um yfirtökuskyldu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×