Viðskipti innlent

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar 480 milljónir

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nemur 480 milljónum króna, samkvæmt níu mánaða uppgjöri, og lækkaði um rúm níu prósent frá sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn um 530 milljónir króna.

Heildartekjur félagsins voru rúmar 3.500 milljónir og jukust um tæp tólf prósent frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld hækkuðu um 553 milljónir. Þau fóru úr rúmlega 2.300 í tæplega 2.900 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam rúmum 700 milljónum króna og var það samdráttur upp á tæplega tuttugu prósent. Vinnslustöðin gerir ráð fyrir að næsta ár verði erfitt rekstrarlega.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×