Viðskipti innlent

Tap deCode 2,5 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

MYND/Vísir

Tap á rekstri deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, fyrstu níu mánuði ársins nam um tveimur og hálfum milljarði króna, sem er nokkru meira tap en á sama tímabili í fyrra. Tap á þriðja ársfjórðungi er hinvegar heldur minna en í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Í septemberlok var handbært fé félagsins komið niður í rúmlega hundrað og sjötíu milljónir dollara, en var hundrað nítíu og átta í ársbyrjun og rýrnaði þannig um hátt í þrjátíu miljónir dollara frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×