Viðskipti innlent

Hlutabréf í Flögu snarhækka

MYND/E.Ól.

Hlutabréf í Medcare Flögu hafa hækkað um rúm tíu prósent síðan markaðir opnuðu í morgun. Bréfin hafa þá hækkað um nær fjórtán prósent í þessari viku. Flaga er það fyrirtæki í Kauphöllinni sem lækkað hefur mest frá áramótum eða um nær 33 prósent miðað við gengi bréfanna í dag. Þó virðist sem tiltrú markaðarins á fyrirtækinu sé aftur að aukast eftir að forsvarsmenn þess tilkynntu að starfsemi fyrirtækisins yrði færð að öllu leyti út fyrir landsteinana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×