Fleiri fréttir

Skipu­lags­mál - að­gangur al­mennings að raun­særri mynd

Páll Jakob Líndal skrifar

Nýverið rakst ég á færslu á facebook þar sem tvær tillögur að mótun miðbæjarkjarna voru bornar saman. Önnur tillagan sýndi framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ á Selfossi en hin fyrir miðbæinn á Akureyri.

Venjulegt fólk

Sigríður Á. Andersen skrifar

Venjulegt fólk langar að starfrækja skóla og njóta jafnræðis gagnvart skólum í eigu ríkis og borgar.

Yfir­burðir í­halds­seminnar

Sigurður Friðleifsson skrifar

Orkusetur hefur í gegnum tíðina unnið að innleiðingu á orkunýtnari lausnum hjá fyrirtækjum og almenningi. Breytingar fara ekki vel í alla og íhaldssemi getur verið ógnarkraftur sem oft á tíðum er erfitt að eiga við.

Keyrt um þverbak!

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra.

Veitt þjónusta skiptir meira máli en formið

Guðbrandur Einarsson skrifar

Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi.

Frelsi til athafna

Bergur Þorri Benjamínsson skrifar

Einu sinni sem oftar áttum við pabbi spjall um stjórnmálin og allt sem því tengist. Ég var þá nýlega búinn að horfa á upptöku af gömlum dægurmálaþætti frá árinu 1989 úr Sjónvarpinu, þar sem þá var aðalumfjöllunarefnið uppgangur Bílaleigu Akureyrar.

„Bæta þarf gæði gagna!“

Erna Bjarnadóttir skrifar

Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl.

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt!

Samgönguskipulag Ála­borgar er til fyrir­myndar

Þórarinn Hjaltason skrifar

Í greininni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ sem birtist nýlega hér á Vísi kemst ég að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld í Álaborg stefni að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta.

Kennsla og dómarastörf í beggja þágu

Benedikt Bogason skrifar

Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra.

Að smyrja þynnra – við erum enn of fá

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna.

Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings.

Að vera sænskur jafnaðar­maður eða ís­lenskur

Nanna Hermannsdóttir skrifar

Á dögunum birtist á Vísi grein Guðbrands Einarssonar, þingframbjóðanda Viðreisnar, um muninn á sænskum og íslenskum jafnaðarmönnum. Ég er í meistaranámi um norræn velferðarkerfi og því vakti titill greinarinnar áhuga minn.

Sláandi munur á náms­árangri pilta og stúlkna

Ólafur Ísleifsson skrifar

Menntamálaráðherra svaraði í liðinni viku fyrirspurn minni um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Upplýsingar í svarinu eru sumar hverjar sláandi og því gagnlegt að fá þær upp á borðið.

Hvað getum við gert fyrir ykkur?

Hólmfríður Árnadóttir,Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa

Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að.

Skuggafar­aldur

Snædís Baldursdóttir skrifar

Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan.

Að vera sænskur jafnaðar­maður eða ís­lenskur

Guðbrandur Einarsson skrifar

Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða.

Sjálf­skipaðir for­svars­menn um­burðar­lyndis

Þórarinn Hjartarson skrifar

Sjálfskipaðir forsvarsmenn umburðarlyndis krefjast þess að vera handhafar sannleikans, óáreittir. Þeir telja að sannleikur þeirra þarfnist hvorki athugunar né rökstuðnings, líkt og almennt gildir um sannindi.

Til al­manna­heilla

Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Á dögunum voru samþykkt ný lög frá Alþingi. Í þeim fellst m.a. að lögaðilar sem starfa til almannaheilla eru undanþegnir tekjuskatti af tilgreindum fjármagnstekjum.

Hvað kenndi Covid okkur?

Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar

Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar.

Meira um dómara og há­skólana

Bjarni Már Magnússon skrifar

Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands.

Sumarið er tíminn – eða hvað?

Katrín Kristjánsdóttir skrifar

Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins?

Smitandi ó­svífni gagn­vart launa­fólki

Drífa Snædal skrifar

Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum.

Út­rýmum kyn­ferðis­of­beldi á Ís­landi

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra.

Ungt fólk – höfum áhrif!

Ungt stuðningsfólk Áslaugar Örnu skrifar

Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðasta prófkjöri sama flokks voru kjósendur 35 ára og yngri aðeins 20 prósent þeirra sem mættu á kjörstað. Þetta er sláandi staðreynd í ljósi þess að prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast inn á þing.

Mannréttindi fyrir alla

Anna Lúðvíksdóttir skrifar

Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan.

Stóra samhengið

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön.

Hrund, ertu ekkert að deita?

Hrund Snorradóttir skrifar

Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins.

Kosningaórói Njáls Trausta

Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar

Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella.

Far­sóttin hefur gefið nýju byltingunni vængi

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Langþráðar afléttingar á samkomutakmörkunum í vikunni veittu okkur mikið frelsi. Við lögðum grímunni á flestum stöðum og urðum nánari í bókstaflegum skilningi. Í faraldrinum, sem er þó ekki alveg liðinn undir lok, höfum við með hæfni mannsins færst áfram, tekið breytingum og lært margt. 

Veðjum á ungt fólk

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref.

Sjúk­dóms­væðing fæðingar í fjöl­miðlum

Stefanía Ósk Margeirsdóttir skrifar

Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka.

Þeir fiska sem róa

Helga Björg Loftsdóttir skrifar

Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu.

Miskunnar­leysi, tóm­læti og mann­fyrir­litning

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa

Það steðjar alvarleg ógn að íslenskum heimilum nú þegar verðbólgan er að fara á flug, ekki síst þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán eða greiða leigu, því öll leiga er verðtryggð.

Skyn­sam­legar á­kvarðanir og jafn­rétti

Rafnar Lárusson skrifar

Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi.

Atlaga Styrmis að ESB algjört vindhögg

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Styrmir Gunnarsson er mætur maður. Hann var glæsilegur ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi, auk þess sem hann hefur lagt ýmislegt gott til íslenzkrar samfélagsumræðu.

Örugg á hjólinu

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin.

Ísland á að vera frjálst land

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi.

Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum.

Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur

Veiga Dís Hansdóttir skrifar

Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði.

Áður í Eden

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu.

Fyrir hverja er söng­nám?

Aileen Soffía Svensdóttir skrifar

Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demetz hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum.

Of sein til að ættleiða

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Á síðustu árum hafa fjölskyldumynstur tekið miklum breytingum. Þáttur stjúpforeldra í uppeldi barna hefur aukist. Hvergi í Evrópu eru jafn mörg börn fædd utan hjónabands og á Íslandi.

Sjá næstu 50 greinar