Hrund, ertu ekkert að deita? Hrund Snorradóttir skrifar 28. maí 2021 07:31 Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun