Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Veiga Dís Hansdóttir skrifar 26. maí 2021 20:44 Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun