Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 23:09 Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun