Sjálfskipaðir forsvarsmenn umburðarlyndis Þórarinn Hjartarson skrifar 28. maí 2021 16:01 Sjálfskipaðir forsvarsmenn umburðarlyndis krefjast þess að vera handhafar sannleikans, óáreittir. Þeir telja að sannleikur þeirra þarfnist hvorki athugunar né rökstuðnings, líkt og almennt gildir um sannindi. „Við skulum trúa konum, nema þegar maki minn á í hlut.“ „Við skulum vernda fólk fyrir andlegu ofbeldi nafnlausra einstaklinga á netinu, nemaþegar ég á í hlut.“ „Við skulum bera virðingu fyrir minnihlutahópum, nema þegar þeir krefjast þess að vera ekki fórnarlömb sem að ég þarf að vernda.“ „Við berum virðingu fyrir fólki með fötlun, svo lengi sem það er sammála okkur um stjórnmál.“ Sama fólk og segir karlmenn ekki geta útskýrt hvernig það sé að vera kona vill útskýra karlmennsku fyrir karlmönnum. Flestum þykir slík afstaða fráleit og að ekki þurfi að taka þetta alvarlega. Ég bið fólk hins vegar um að taka þetta alvarlega. Að taka afstöðu. Ekki þegja þegar þessir forsvarsmenn krefjast þess að þú sammælist þeim án nokkurskonar rökstuðnings. Í heilbrigðri samfélagsumræðu eru vondar hugmyndir kveðnar niður með góðum hugmyndum. Ofstæki í umræðu skapar frjóa jörð fyrir vondar hugmyndir. Ofstækisfólk þykist vita sannleikann um hvaðeina sem um ræðir. Trúarbrögð í raun; engum spurningum er ósvarað (né eru þær leyfðar). Eina sem er eftir er að breiða út fagnaðarerindið. Þessir trúboðar eiga þó í þverstæðukenndu sambandi við raunveruleikann. Krafist er tiltekinnar afstöðu einn daginn en annarrar næsta dag. Hamingjusama konan sem tilbúin var að selja líkama sinn var goðsögn fyrir skömmu en er orðin sjálfseflandi hetja í dag. Markmið sjálfskipaðra forsvarsmanna umburðarlyndis er illa skilgreint. En til þess er leikurinn gerður. Douglas Murray heldur því fram að margir aktívistar myndu ekki þekkja muninn á skotgröfinni og þeim heimi sem þeir segjast berjast fyrir. Að fólk sem sæki sér nám í hverskyns hentifræðum hafi hreinlega hag af því að vandamálin versni. Slíkt ástand telur hann óvænlegt til árangurs. Baráttan fyrir tjáningarfrelsi krefst ekki sömu hetjudáða og áður. Þeim mun mikilvægara er að láta öfgamenn ekki kveða sig í kútinn. Stöndum í lappirnar. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sjálfskipaðir forsvarsmenn umburðarlyndis krefjast þess að vera handhafar sannleikans, óáreittir. Þeir telja að sannleikur þeirra þarfnist hvorki athugunar né rökstuðnings, líkt og almennt gildir um sannindi. „Við skulum trúa konum, nema þegar maki minn á í hlut.“ „Við skulum vernda fólk fyrir andlegu ofbeldi nafnlausra einstaklinga á netinu, nemaþegar ég á í hlut.“ „Við skulum bera virðingu fyrir minnihlutahópum, nema þegar þeir krefjast þess að vera ekki fórnarlömb sem að ég þarf að vernda.“ „Við berum virðingu fyrir fólki með fötlun, svo lengi sem það er sammála okkur um stjórnmál.“ Sama fólk og segir karlmenn ekki geta útskýrt hvernig það sé að vera kona vill útskýra karlmennsku fyrir karlmönnum. Flestum þykir slík afstaða fráleit og að ekki þurfi að taka þetta alvarlega. Ég bið fólk hins vegar um að taka þetta alvarlega. Að taka afstöðu. Ekki þegja þegar þessir forsvarsmenn krefjast þess að þú sammælist þeim án nokkurskonar rökstuðnings. Í heilbrigðri samfélagsumræðu eru vondar hugmyndir kveðnar niður með góðum hugmyndum. Ofstæki í umræðu skapar frjóa jörð fyrir vondar hugmyndir. Ofstækisfólk þykist vita sannleikann um hvaðeina sem um ræðir. Trúarbrögð í raun; engum spurningum er ósvarað (né eru þær leyfðar). Eina sem er eftir er að breiða út fagnaðarerindið. Þessir trúboðar eiga þó í þverstæðukenndu sambandi við raunveruleikann. Krafist er tiltekinnar afstöðu einn daginn en annarrar næsta dag. Hamingjusama konan sem tilbúin var að selja líkama sinn var goðsögn fyrir skömmu en er orðin sjálfseflandi hetja í dag. Markmið sjálfskipaðra forsvarsmanna umburðarlyndis er illa skilgreint. En til þess er leikurinn gerður. Douglas Murray heldur því fram að margir aktívistar myndu ekki þekkja muninn á skotgröfinni og þeim heimi sem þeir segjast berjast fyrir. Að fólk sem sæki sér nám í hverskyns hentifræðum hafi hreinlega hag af því að vandamálin versni. Slíkt ástand telur hann óvænlegt til árangurs. Baráttan fyrir tjáningarfrelsi krefst ekki sömu hetjudáða og áður. Þeim mun mikilvægara er að láta öfgamenn ekki kveða sig í kútinn. Stöndum í lappirnar. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar