Skoðun

Venjulegt fólk

Sigríður Á. Andersen skrifar

Venjulegt fólk langar að starfrækja skóla og njóta jafnræðis gagnvart skólum í eigu ríkis og borgar.

Venjulegt fólk hefur áhuga á þiggja þjónustu þessara skóla og gerir það í nokkrum mæli.

Venjulegt fólk langar að veita heilbrigðisþjónustu á eigin vegum.

Venjulegt fólk hefur áhuga á að þiggja þessa þjónustu og gerir það í stórum stíl.

Venjulegt fólk langar að reka útvarpsstöð, vef, blað eða hlaðvarp sem er ekki valtað yfir af 7 milljarða fjölmiðlarisa ríkisins.

Venjulegt fólk les, hlustar og horfir á þessa fjölmiðla og sumir reiða sig jafnvel á þá með sína afþreyingu og fréttir.

Venjulegt fólk langar að reka sérverslun með vín og osta eða aðrar slíkar veigar.

Venjulegu fólki þykir gaman að koma í slíkar verslanir, erlendis.

Venjulegt fólk vill að almenn skilyrði til rekstrar séu hagfelld, skattar lágir og kerfið einfalt.

Venjulegt fólk vill nefnilega að reksturinn sinn gangi vel, hægt sé að greiða starfsmönnum góð laun, greiða afborganir af skuldum sem hvíla á rekstrinum og arð til þeirra sem höfðu trú á framtakinu og lögðu fram hlutafé.

Venjulegt fólk átta sig á því að í stórum dráttum fara hagsmunir venjulegra fyrirtækja og venjulegra launamanna saman.

Það er tími til kominn að stjórnmálamenn og hagmunaaðilar hætti að draga venjulegt fólk í dilka en uni því þess að sinna sínu í þágu okkar allra, venjulega fólksins.

Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem stendur yfir í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×