Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar 25. október 2025 09:02 „Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna,“ sagði leigubílstjórinn og brosti í baksýnisspeglinum. Hann hafði búið hér í nokkur ár, talaði varla orð á íslensku en var augljóslega metnaðarfullur og hlýr ungur maður. Hann kom frá Evrópu og í heimalandi sínu hafði hann starfað í slökkviliðinu en kom hingað í leit að betra lífi. Með þrautseigju í byggingarvinnu og leigubílaakstri hafði hann náð því sem marga Íslendinga dreymir um – hann hafði keypt sér íbúð. Þegar ég spurði hvort hann ætlaði þá að setjast hér að, svaraði hann án hiksta: „Já, Ísland er frábært land, hér er gott að búa.“ En þegar ég spurði hvort hann ætlaði að læra íslensku svaraði: „Við hvern á ég eiginlega að tala? Ég þekki engan Íslending.“ Hann sagðist hafa farið á ýmis námskeiði en aldrei ná að æfa sig. „Vinir mínir eru allir frá öðrum löndum og utan vinnu kemst maður ágætlega af með ensku.“ Byggjum brýr tungumálsins Ég hugsaði um orð hans lengi eftir ferðina. Þetta er ekki einstök saga. Ég hef heyrt hana aftur og aftur, sögur fólks sem elskar landið en lifir samt lífi sínu á landinu utan tungumálsins. Við finnum öll að íslenskan á í vök að verjast í daglegu lífi. Erlendu vinnuafli hefur fjölgað um 50.000 manns á örfáum árum. Hlutfall erlendra íbúa nálgast nú fimmtung þjóðarinnar. Það er hraðari breyting en í flestum Evrópulöndum. Langflestir koma hingað til að leggja samfélaginu lið, vinna í heilbrigðiskerfinu, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þeir eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. En sú fjölgun reynir á tungumálið, og við finnum það í kringum okkur svo sem í verslunum, á vinnustöðum, í leikskólum og á kaffihúsum. Þetta er staða sem krefst aðgerða, ekki aðeins fallegra orða. Tyllidagaræður og góðar yfirlýsingar nægja ekki lengur. Nú þarf raunverulegar lausnir – fjölbreyttar, mannlegar og framkvæmanlegar. Við höfum byggt brýr yfir straumharðar jökulár, en erum við hætt að byggja brýr á milli fólks? Tungumálið – mikilvægasti innviðurinn okkar Við tölum oft um fjárfestingar í innviðum – brýr, vegi og hafnir. Það er eðlilegt; slík mannvirki tengja byggðir saman og gera fólki og fyrirtækjum kleift að skapa verðmæti. En við gleymum stundum öðrum, jafn mikilvægum innviði: tungumálinu. Það eru brýrnar og vegirnir sem tengja okkur hvert við annað. Góð samskipti og sameiginlegt tungumál efla skilning, samkennd, traust og kærleika og leggja þannig grunn að samfélaginu sjálfu. Án þess grunns eykst hættan á klofningi. Þá skapast „við og þið“ menning sem hefur grafið undan samheldni og stöðugleika í mörgum löndum og er þegar farin að gera það hér. Við þurfum því að bregðast við, af krafti og með fjölbreyttum lausnum, til að efla íslenskuna og þar með samheldni þjóðarinnar. Gerum það núna. Ein tillaga: Æfingafélagar í spjalli Í síðustu viku lagði ég fram þingsályktunartillögu um nýja lausn sem gæti orðið bæði félagslega og menningarlega verðmætt. Tillagan felur í sér að gefa eldri borgurum, sem þess óska, tækifæri til að afla sér aukatekna án þess að skerða lífeyri eða bætur. Starfið væri ekki kennsla í hefðbundnum skilningi heldur þátttaka í samtalsþjálfun á skólum og vinnustöðum – að vera eins konar æfingafélagi í íslensku nokkra klukkutíma á viku. Þar gætu myndast falleg tengsl í hversdeginum og hægt væri að ræða um veðrið, fjölskylduna, helgina eða það sem er í fréttunum. Slík samtöl skapa tengsl milli kynslóða og hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Ávinningurinn væri tvíþættur: Eldri borgarar, sem vildu, fengju tækifæri til samveru og öflun aukatekna. Samfélagið allt nyti meiri kynslóðatengsla og tungumálalegrar samheldni. Sumir spyrja kannski hvort þetta dugi ekki sem sjálfboðastarf. Jú, verkefni á borð við það sem Rauði krossinn hefur staðið fyrir eru til fyrirmyndar. En þegar við horfum á þann hóp, um 50.000 manns, sem hefur sest hér að á undanförnum árum, sjáum við að umfangið er allt annað. Við þurfum skýra hvata og markvissar aðgerðir ef við ætlum að ná árangri á næstu þremur til fimm árum og snúa þróuninni við. Slíkt mun kosta fjármagn en það mun kosta samfélagið margfalt meira til lengri tíma að gera ekki neitt. Belgíska amman mín Ég hef sjálf upplifað hversu dýrmætt það getur verið að eiga æfingafélaga í nýju tungumáli. Þegar ég bjó í Brussel þekkti ég í fyrstu aðeins Íslendinga sem unnu með mér. Flestir sem ég kynntist voru aðrir útlendingar í svipuðum störfum, og við töluðum saman á ensku. Mig langaði þó að læra frönsku, sem er eitt af tungumálum borgarinnar, og var svo heppin að kynnast eldri konu sem hafði mikinn áhuga á Íslandi. Við ákváðum að hittast reglulega, ég myndi segja henni frá Íslandi, ef hún myndi spjalla við mig á frönsku. Þessi kona, sem var enginn formlegur kennari, gerði miklu meira en að hjálpa mér að bæta tungumálakunnáttu mína. Hún hjálpaði mér að fóta mig í nýju landi, kynnti mér menningu Belga og sögu þeirra, og varð að lokum eins konar belgísk amma mín. Hún var lykill minn inn í samfélagið – og við þurfum marga slíka lykla að okkar eigin samfélagi í dag. Æfingafélagaleiðin gæti verið einn af þeim sem opna dyr að betra og samheldnara samfélagi. Aukum metnaðinn - hækkum rána Þessi hugmynd er aðeins ein af mörgum sem hægt væri að útfæra og sameina ef við ætlum að ná árangri. Hér má horfa til fjölbreyttra lausna – tækninýjunga eins og Bara tala, bókaútgáfu, málstefnu atvinnuvega, fleiri íslenskukennara, hvata í löggjöf og öflugs undirbúningsnáms fyrir nýja íbúa landsins okkar. Heilt yfir þurfum við að hækka ránna og gera meiri kröfur bæði til okkar sjálfra og þeirra sem hingað flytja, hvort sem er til skemmri eða lengri dvalar. Æfum okkur í að skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku. Tölum frekar hægt, hjálpumst að og gleymum ekki að hrós og bros gera kraftaverk í samskiptum. Fyrirtæki sem ráða starfsfólk erlendis frá bera einnig mikla ábyrgð. Það hlýtur að vera framkvæmanlegt að kenna ungu og efnilegu starfsfólki muninn á snúð og kleinu og hvetja það til að panta pulsu og kók á íslensku. Við eigum að gera skýra kröfu um metnað hjá fyrirtækjum og kröfu til löggjafans um hvata til að efla íslenskuna á vinnustöðum. Sumir vinnustaðir standa sig greinilega betur en aðrir og þar liggja tækifæri til að læra hver af öðrum og miðla því sem virkar. Hjálpumst að Enginn ætlast til þess að þeir sem hingað koma tali íslensku fullkomlega, hvorki um hornaföll né heimsspeki. Alls ekki. Við viljum einfaldlega standa vörð um tungumálið, þennan fjársjóð okkar eins og Bubbi myndi segja, til að tryggja samheldni samfélagsins í stað sundrungar. Sókn enskunnar grefur undan því og á sama tíma höfum við sjálf misst fótanna í íslenskukunnáttu með tilkomu snjallsímanna. Einangrað eyjaumhverfið sem áður verndaði tungumálið gerir það ekki lengur. Nú þarf vilja, hugrekki og styrk til að halda sjó. Til þess þurfum við að hækka ránna og láta verkin tala. Stjórnvöld verða að fjármagna raunhæfar lausnir sem byggja brýr tungumálsins, mikilvægustu samgönguinnviði framtíðarinnar. En við hin getum líka lagt okkar af mörkum og spurt okkur: Get ég verið hluti af lausninni hvern dag með því að kenna einhverjum nýtt orð? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna,“ sagði leigubílstjórinn og brosti í baksýnisspeglinum. Hann hafði búið hér í nokkur ár, talaði varla orð á íslensku en var augljóslega metnaðarfullur og hlýr ungur maður. Hann kom frá Evrópu og í heimalandi sínu hafði hann starfað í slökkviliðinu en kom hingað í leit að betra lífi. Með þrautseigju í byggingarvinnu og leigubílaakstri hafði hann náð því sem marga Íslendinga dreymir um – hann hafði keypt sér íbúð. Þegar ég spurði hvort hann ætlaði þá að setjast hér að, svaraði hann án hiksta: „Já, Ísland er frábært land, hér er gott að búa.“ En þegar ég spurði hvort hann ætlaði að læra íslensku svaraði: „Við hvern á ég eiginlega að tala? Ég þekki engan Íslending.“ Hann sagðist hafa farið á ýmis námskeiði en aldrei ná að æfa sig. „Vinir mínir eru allir frá öðrum löndum og utan vinnu kemst maður ágætlega af með ensku.“ Byggjum brýr tungumálsins Ég hugsaði um orð hans lengi eftir ferðina. Þetta er ekki einstök saga. Ég hef heyrt hana aftur og aftur, sögur fólks sem elskar landið en lifir samt lífi sínu á landinu utan tungumálsins. Við finnum öll að íslenskan á í vök að verjast í daglegu lífi. Erlendu vinnuafli hefur fjölgað um 50.000 manns á örfáum árum. Hlutfall erlendra íbúa nálgast nú fimmtung þjóðarinnar. Það er hraðari breyting en í flestum Evrópulöndum. Langflestir koma hingað til að leggja samfélaginu lið, vinna í heilbrigðiskerfinu, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þeir eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. En sú fjölgun reynir á tungumálið, og við finnum það í kringum okkur svo sem í verslunum, á vinnustöðum, í leikskólum og á kaffihúsum. Þetta er staða sem krefst aðgerða, ekki aðeins fallegra orða. Tyllidagaræður og góðar yfirlýsingar nægja ekki lengur. Nú þarf raunverulegar lausnir – fjölbreyttar, mannlegar og framkvæmanlegar. Við höfum byggt brýr yfir straumharðar jökulár, en erum við hætt að byggja brýr á milli fólks? Tungumálið – mikilvægasti innviðurinn okkar Við tölum oft um fjárfestingar í innviðum – brýr, vegi og hafnir. Það er eðlilegt; slík mannvirki tengja byggðir saman og gera fólki og fyrirtækjum kleift að skapa verðmæti. En við gleymum stundum öðrum, jafn mikilvægum innviði: tungumálinu. Það eru brýrnar og vegirnir sem tengja okkur hvert við annað. Góð samskipti og sameiginlegt tungumál efla skilning, samkennd, traust og kærleika og leggja þannig grunn að samfélaginu sjálfu. Án þess grunns eykst hættan á klofningi. Þá skapast „við og þið“ menning sem hefur grafið undan samheldni og stöðugleika í mörgum löndum og er þegar farin að gera það hér. Við þurfum því að bregðast við, af krafti og með fjölbreyttum lausnum, til að efla íslenskuna og þar með samheldni þjóðarinnar. Gerum það núna. Ein tillaga: Æfingafélagar í spjalli Í síðustu viku lagði ég fram þingsályktunartillögu um nýja lausn sem gæti orðið bæði félagslega og menningarlega verðmætt. Tillagan felur í sér að gefa eldri borgurum, sem þess óska, tækifæri til að afla sér aukatekna án þess að skerða lífeyri eða bætur. Starfið væri ekki kennsla í hefðbundnum skilningi heldur þátttaka í samtalsþjálfun á skólum og vinnustöðum – að vera eins konar æfingafélagi í íslensku nokkra klukkutíma á viku. Þar gætu myndast falleg tengsl í hversdeginum og hægt væri að ræða um veðrið, fjölskylduna, helgina eða það sem er í fréttunum. Slík samtöl skapa tengsl milli kynslóða og hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Ávinningurinn væri tvíþættur: Eldri borgarar, sem vildu, fengju tækifæri til samveru og öflun aukatekna. Samfélagið allt nyti meiri kynslóðatengsla og tungumálalegrar samheldni. Sumir spyrja kannski hvort þetta dugi ekki sem sjálfboðastarf. Jú, verkefni á borð við það sem Rauði krossinn hefur staðið fyrir eru til fyrirmyndar. En þegar við horfum á þann hóp, um 50.000 manns, sem hefur sest hér að á undanförnum árum, sjáum við að umfangið er allt annað. Við þurfum skýra hvata og markvissar aðgerðir ef við ætlum að ná árangri á næstu þremur til fimm árum og snúa þróuninni við. Slíkt mun kosta fjármagn en það mun kosta samfélagið margfalt meira til lengri tíma að gera ekki neitt. Belgíska amman mín Ég hef sjálf upplifað hversu dýrmætt það getur verið að eiga æfingafélaga í nýju tungumáli. Þegar ég bjó í Brussel þekkti ég í fyrstu aðeins Íslendinga sem unnu með mér. Flestir sem ég kynntist voru aðrir útlendingar í svipuðum störfum, og við töluðum saman á ensku. Mig langaði þó að læra frönsku, sem er eitt af tungumálum borgarinnar, og var svo heppin að kynnast eldri konu sem hafði mikinn áhuga á Íslandi. Við ákváðum að hittast reglulega, ég myndi segja henni frá Íslandi, ef hún myndi spjalla við mig á frönsku. Þessi kona, sem var enginn formlegur kennari, gerði miklu meira en að hjálpa mér að bæta tungumálakunnáttu mína. Hún hjálpaði mér að fóta mig í nýju landi, kynnti mér menningu Belga og sögu þeirra, og varð að lokum eins konar belgísk amma mín. Hún var lykill minn inn í samfélagið – og við þurfum marga slíka lykla að okkar eigin samfélagi í dag. Æfingafélagaleiðin gæti verið einn af þeim sem opna dyr að betra og samheldnara samfélagi. Aukum metnaðinn - hækkum rána Þessi hugmynd er aðeins ein af mörgum sem hægt væri að útfæra og sameina ef við ætlum að ná árangri. Hér má horfa til fjölbreyttra lausna – tækninýjunga eins og Bara tala, bókaútgáfu, málstefnu atvinnuvega, fleiri íslenskukennara, hvata í löggjöf og öflugs undirbúningsnáms fyrir nýja íbúa landsins okkar. Heilt yfir þurfum við að hækka ránna og gera meiri kröfur bæði til okkar sjálfra og þeirra sem hingað flytja, hvort sem er til skemmri eða lengri dvalar. Æfum okkur í að skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku. Tölum frekar hægt, hjálpumst að og gleymum ekki að hrós og bros gera kraftaverk í samskiptum. Fyrirtæki sem ráða starfsfólk erlendis frá bera einnig mikla ábyrgð. Það hlýtur að vera framkvæmanlegt að kenna ungu og efnilegu starfsfólki muninn á snúð og kleinu og hvetja það til að panta pulsu og kók á íslensku. Við eigum að gera skýra kröfu um metnað hjá fyrirtækjum og kröfu til löggjafans um hvata til að efla íslenskuna á vinnustöðum. Sumir vinnustaðir standa sig greinilega betur en aðrir og þar liggja tækifæri til að læra hver af öðrum og miðla því sem virkar. Hjálpumst að Enginn ætlast til þess að þeir sem hingað koma tali íslensku fullkomlega, hvorki um hornaföll né heimsspeki. Alls ekki. Við viljum einfaldlega standa vörð um tungumálið, þennan fjársjóð okkar eins og Bubbi myndi segja, til að tryggja samheldni samfélagsins í stað sundrungar. Sókn enskunnar grefur undan því og á sama tíma höfum við sjálf misst fótanna í íslenskukunnáttu með tilkomu snjallsímanna. Einangrað eyjaumhverfið sem áður verndaði tungumálið gerir það ekki lengur. Nú þarf vilja, hugrekki og styrk til að halda sjó. Til þess þurfum við að hækka ránna og láta verkin tala. Stjórnvöld verða að fjármagna raunhæfar lausnir sem byggja brýr tungumálsins, mikilvægustu samgönguinnviði framtíðarinnar. En við hin getum líka lagt okkar af mörkum og spurt okkur: Get ég verið hluti af lausninni hvern dag með því að kenna einhverjum nýtt orð? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun