Útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. maí 2021 11:31 Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra. Þetta er stórt reikningsdæmi, jafnvel þó við reiknum bara beinan efnahagslegan kostnað en ekki mannauðinn sem fer forgörðum og hamingjuna sem sólundast. Þó engin önnur rök en efnahagsleg væru fyrir því að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi þá vægju þau ansi þungt. En efnahagsrök eru langt frá því einu rökin. Við erum samfélag og sem slíku ber okkur skylda til að gæta hvert annars. Tölur frá Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Bjarkahlíð um þolendur kynbundis og kynferðislegs ofbeldis sem þangað leita ár hvert sýna stöðuna svart á hvítu. Og í þessum málaflokki þarf að breyta svo mörgu fleiru. Við verðum að gæta hagsmuna brotaþola í kynferðisbrotamálum betur, bæta reynslu þeirra af dómskerfinu og málsmeðferð þar sem brotaþoli er vitni í eigin máli og hefur því engan rétt á því að fylgjast með ferli málsins inni í dómskerfinu. Við verðum að fræða og beita forvörnum sem felast til dæmis í því að efla mannvirðingu og sporna gegn skaðlegum áhrifum af klámi og klámvæðingu, og hefja þá fræðslu snemma því kannanir sýna að aldur þeirra sem sjá klám í fyrsta sinn færist sífellt neðar, allt niður í sjö ára börn. Og við verðum að gera þetta saman, óháð flokkum eða stjórnmálaskoðunum því við getum og hljótum að vilja sameinast um þá hugmyndafræði að kynferðisofbeldi sé ekki líðandi í okkar samfélagi. Samantekt sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á dögunum sýnir að ríkisstjórnin hefur gert margt og markvisst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi síðustu fjögur ár. Þar má meðal annars nefna lög um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti, styrkveitingar til samtaka sem leggja brotaþolum lið eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta, Bjarkahlíðar og Bjarmahlíðar, fræðslustarf hefur verið eflt meðal annars með stofnun starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunnskólum, fjármagni veitt til að efla löggæslu í kringum meðferð kynferðisbrota og fullfjármögnuð aðgerðaráætlun kynnt um endurbætur á meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu sem snýr meðal annars að menntun lögreglufólks og ákærenda. Öll eru þessi mál gríðarlega mikilvæg og löngu tímabær. Bjartast er þó yfir þeirri staðreynd að fé hefur verið tryggt í forvarnir og áætlanir gerðar til fjögurra ára í senn í stað þess að tjalda til einnar nætur eins og því miður vill oft verða með átaksverkefni sem sprottin eru úr grasrót en ekki studd lengra. Sjálf hef ég hrint úr vör þremur átaksverkefnum sem miða að fræðslu og forvörnum, stuttfræðslumyndunum Fáðu já, Stattu með þér og Myndin af mér svo ég veit af eigin raun hversu mikilvægt er að slíkum verkefnum sé fylgt eftir inn í skólakerfið til lengri tíma með fjármagni og áætlunum. Sem hefur því miður ekki alltaf verið raunin. Glæsileg verkefni eins og Fávitar og Karlmennskan hafa til að mynda verið fjármögnuð til eins árs í senn, ef það. Skólarnir geta síðan valið hvort þeir veita þessa mikilvægu fræðslu eða ekki og það er oft á hendi sjálfboðaliða foreldrafélaga að ákveða að taka inn fræðslu þar sem skólunum sleppir. Það er grundvallaratriði að hægt sé að fylgja forvarnarátökum eftir ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi á Íslandi því fræðsla og forvarnir eru okkar helstu vopn í þessari baráttu. Nú eru í fyrsta sinn settar fram heildstæðar úrbætur sem byggja á forvörnum sem eru samþættar kennslu og starfi á öllum skólastigum, innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva og öðru æskulýðs- og tómstundastarfi. Það er mikilvægt að mínu mati að flokkur sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti að leiðarljósi haldi áfram að leiða þessa vinnu og þessvegna er ég komin í framboð, til að bjóða fram krafta mina í baráttunni gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi, til að svo megi verða. Það er örugglega ekkert töff eða vænlegt að vera eins máls kona í stjórnmálum en það er lífsnauðsynlegt að taka á þessum málum! Kannski byrja ég stjórnmálaferil minn á því að taka Kató gamla á þetta og enda allar mínar ræður og greinar á því framvegis að segja: að auki fer ég fram á að við útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi! Höfundur er frambjóðandi í fjórða sæti til alþingiskosninga fyrir Vinstri græn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra. Þetta er stórt reikningsdæmi, jafnvel þó við reiknum bara beinan efnahagslegan kostnað en ekki mannauðinn sem fer forgörðum og hamingjuna sem sólundast. Þó engin önnur rök en efnahagsleg væru fyrir því að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi þá vægju þau ansi þungt. En efnahagsrök eru langt frá því einu rökin. Við erum samfélag og sem slíku ber okkur skylda til að gæta hvert annars. Tölur frá Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Bjarkahlíð um þolendur kynbundis og kynferðislegs ofbeldis sem þangað leita ár hvert sýna stöðuna svart á hvítu. Og í þessum málaflokki þarf að breyta svo mörgu fleiru. Við verðum að gæta hagsmuna brotaþola í kynferðisbrotamálum betur, bæta reynslu þeirra af dómskerfinu og málsmeðferð þar sem brotaþoli er vitni í eigin máli og hefur því engan rétt á því að fylgjast með ferli málsins inni í dómskerfinu. Við verðum að fræða og beita forvörnum sem felast til dæmis í því að efla mannvirðingu og sporna gegn skaðlegum áhrifum af klámi og klámvæðingu, og hefja þá fræðslu snemma því kannanir sýna að aldur þeirra sem sjá klám í fyrsta sinn færist sífellt neðar, allt niður í sjö ára börn. Og við verðum að gera þetta saman, óháð flokkum eða stjórnmálaskoðunum því við getum og hljótum að vilja sameinast um þá hugmyndafræði að kynferðisofbeldi sé ekki líðandi í okkar samfélagi. Samantekt sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á dögunum sýnir að ríkisstjórnin hefur gert margt og markvisst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi síðustu fjögur ár. Þar má meðal annars nefna lög um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti, styrkveitingar til samtaka sem leggja brotaþolum lið eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta, Bjarkahlíðar og Bjarmahlíðar, fræðslustarf hefur verið eflt meðal annars með stofnun starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunnskólum, fjármagni veitt til að efla löggæslu í kringum meðferð kynferðisbrota og fullfjármögnuð aðgerðaráætlun kynnt um endurbætur á meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu sem snýr meðal annars að menntun lögreglufólks og ákærenda. Öll eru þessi mál gríðarlega mikilvæg og löngu tímabær. Bjartast er þó yfir þeirri staðreynd að fé hefur verið tryggt í forvarnir og áætlanir gerðar til fjögurra ára í senn í stað þess að tjalda til einnar nætur eins og því miður vill oft verða með átaksverkefni sem sprottin eru úr grasrót en ekki studd lengra. Sjálf hef ég hrint úr vör þremur átaksverkefnum sem miða að fræðslu og forvörnum, stuttfræðslumyndunum Fáðu já, Stattu með þér og Myndin af mér svo ég veit af eigin raun hversu mikilvægt er að slíkum verkefnum sé fylgt eftir inn í skólakerfið til lengri tíma með fjármagni og áætlunum. Sem hefur því miður ekki alltaf verið raunin. Glæsileg verkefni eins og Fávitar og Karlmennskan hafa til að mynda verið fjármögnuð til eins árs í senn, ef það. Skólarnir geta síðan valið hvort þeir veita þessa mikilvægu fræðslu eða ekki og það er oft á hendi sjálfboðaliða foreldrafélaga að ákveða að taka inn fræðslu þar sem skólunum sleppir. Það er grundvallaratriði að hægt sé að fylgja forvarnarátökum eftir ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi á Íslandi því fræðsla og forvarnir eru okkar helstu vopn í þessari baráttu. Nú eru í fyrsta sinn settar fram heildstæðar úrbætur sem byggja á forvörnum sem eru samþættar kennslu og starfi á öllum skólastigum, innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva og öðru æskulýðs- og tómstundastarfi. Það er mikilvægt að mínu mati að flokkur sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti að leiðarljósi haldi áfram að leiða þessa vinnu og þessvegna er ég komin í framboð, til að bjóða fram krafta mina í baráttunni gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi, til að svo megi verða. Það er örugglega ekkert töff eða vænlegt að vera eins máls kona í stjórnmálum en það er lífsnauðsynlegt að taka á þessum málum! Kannski byrja ég stjórnmálaferil minn á því að taka Kató gamla á þetta og enda allar mínar ræður og greinar á því framvegis að segja: að auki fer ég fram á að við útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi! Höfundur er frambjóðandi í fjórða sæti til alþingiskosninga fyrir Vinstri græn í Reykjavík.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun