Keyrt um þverbak! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 31. maí 2021 17:00 Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun