Ísland á að vera frjálst land Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. maí 2021 07:31 Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar