Sumarið er tíminn – eða hvað? Katrín Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2021 12:30 Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar