Atlaga Styrmis að ESB algjört vindhögg Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. maí 2021 10:01 Styrmir Gunnarsson er mætur maður. Hann var glæsilegur ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi, auk þess sem hann hefur lagt ýmislegt gott til íslenzkrar samfélagsumræðu. Við bætist, að drengurinn er áhugaverður og skemmtilegur viðræðufélagi, fróður vel og hefur frá mörgu að segja. En auðvitað er það svo, að undantekningin sannar regluna, og gerðist það einmitt nú 8. maí, með Styrmi blessaðan, að tilraun hans til að vega að Evrópu og ESB verður að teljast út í hött og hreint vindhögg. Ég vitna hér til greinar hans, „Endurmat sögunnar tímabært“, sem birtist á Morgunblaðinu þann dag. Styrmir vill með þessum skrifum sýna fram á, að Evrópskar þjóðir séu alls ekki menningarþjóðir. Hann telur, að endurmeta verði söguna til að ljóst verði, að Evrópubúar hafi verið og séu menningarsnauðir, og, að það verði jafnvel að telja þá fanta, þjófa og stríðsgæpamenn. Hann meinar þetta auðvitað almennt og yfir línuna, annars gæti þetta ekki þjónað hagsmunum þessara skrifa. Styrmir vill nefnilega sýna fram á, með þessari uppstillingu og þessu stagli um alvarlegan menningarskort Evrópu, að sterk og glæsileg staða Evrópu og ESB nú í dag sé bara glansmynd og hillingar. Fyrst skulum við hér skoða hugtakið menningarþjóð. Í huga undirritaðs gildir það um þær þjóðir, sem hafa á að skipa miklum og merkum rithöfundum, leikritaskáldum, ljóðskáldum, tónsmiðum og öðrum tónlistarmönnum, listmálurum og hönnuðum, byggingarlistamönnum, vísindamönnum, yfirburða stærðfræðingum og eðlisfræðingum, leiðtogum á sviði læknisvísinda og heilbrigðismála, hugsuðum og heimspekingum, framámönnum til frelsis og jafnréttisbaráttu, baráttumönnum fyrir mannúð og líkn, forystumönnum fyrir umhverfis-, dýra- og lífríkisvernd; baráttumönnum fyrir öruggara, þróaðra og betra jarðlífi. Auðvitað er saga allra þjóða broguð, og víða má finna ljóta bletti á einstaka valdamönnum og öflum, en í heildina tekið, og það hlýtur að gilda hér, er Evrópa miðstöð menningar, mannúðar og betra mannlífs í þessum heimi. Ef ekki, hver skyldi þá vera það!? Eða er, að mati Styrmis, engin menningarþjóð neins staðar? Styrmir vegur hart að nýlendustefnu síðustu alda, og það með réttu, en sú þjóð, sem stóð fremst í flokki þeirrar illu og mannvondu stefnu, svo og framkvæmd hennar, er einmitt Stóra-Bretland, sem er ekki lengur hluti af ESB og átti þar reyndar illa heima, svo lengi sem Bretar telja sig yfir aðrar evrópskar þjóðir hafna og glórulausir stórveldisdraumar svífa þar enn yfir vötnum. Fyrir vel upplýsta og hugsandi lesendur er atlaga Styrmis að ESB því í raun tilefni og hvatning til upprifjunar á því forustuhlutverki Evrópu, í formi Evrópusambandsins, sem álfan hefur tekið sér í baráttunni fyrir friði og frelsi, jafnrétti og meiri og bættri menningu, mennsku og mannúð, ekki bara í álfunni okkar, heldur um allan heim. Ég get ekki skilið við þetta mál, án þess að taka sérstaklega fyrir fullyrðingu Styrmis, og margra annara - þetta er vinsæl klisja hér - að ESB hafi reynst Grikkjum illa og sýnt þeim „fantaskap“. Sannleikurinn í þessu máli er þessi: Grikkir urðu meðlimir ESB 1981, og sóttu það fast að fá Evruna, eins og margar Evrópuþjóðir aðrar, þegar hún kom, 1999. Vildu menn auðvitað komast í það aukna öryggi og þann stöðugleika, sem Evran veitir. Skilyrðin fyrir heimild til upptöku Evrunnar skv. Maastricht-samkomulaginu voru ströng. T.a.m. mátti í mesta lagi vera 3% halli á ríkisrekstri umsóknarþjóðar. Á árabilinu 1997 til 1999, en umsókn Grikkja byggðist á þessu árabili, gáfu þeir upp 4% halla fyrir 1997, 2,5% halla fyrir 1998 og 1,8% fyrir 1999. Þótti þetta flott þróun og fínar tölur, og gekk Evruumsóknin fljótt og vel eftir. 2004 urðu stjórnarskipti í Grikklandi. Ný ríkisstjórn fór þá ofan í útreikninga fyrri ríkisstjórnar. Kom í ljós, að réttar tölur um halla á ríkisrekstri voru 6.4% fyrir 1997, 4.1% fyrir 1998 og 3.4% fyrir 1999. Grikkir hefðu sem sagt aldrei átt að fá heimild til að taka upp Evruna! Við bættist, að 2003 var hallinn 4.6% og 2004 5.3%. Voru Grikkir þarna búnir að eyða langt um efni fram og þverbrjóta alla aðildarskilmála að Evru. Í Maastricht-samkomulaginu var ekki gert ráð fyrir, að nein aðildarþjóð myndi beita blekkingum við umsókn um Evruaðild, og lágu því engin viðkvæði fyrir við brotinu. Eins var komin ný stjórn, sem hafði upplýst um misferlið og lofað bót og betrun. ESB vildi því leysa málið með vinsemd og samvinnu, enda um ESB systurþjóð að ræð, en auðvitað átti þetta misferli, ásamt með ýmsu öðru skrýtnu athæfi, vafasömum kerfum og útbreiddri spillingu í Grikklandi, eftir að vinda upp á sig. Magnaðist skuldavandi Grikkja þannig árin þar á eftir og kúlmíneraði svo í banka- og fjármálakreppunni 2008/2009. Fór þá þjóðin nánast í þjóðargjaldþrot, en metnaður Merkel og ESB var að bjarga Grikkjum, sem Evrópuþjóð og vöggu lýðræðisins. Eftir harða baráttu, næstu 6-8 árin, og með aðhaldi og hjálp ESB, Evrópska Seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðsins, fór Grikkland, sem betur fer, að ná sér á strik. 2017 mun verg þjóðarframleiðsla hafa aukist um 2.1%, og var ríkisreksturinn orðinn jákvæður um 2,2%. Eftir það voru Grikkir komnir fyrir nokkurn og hægvaxandi vind með sinn efnahag og sína velferð. Þökk sé fyrst og fremst ESB. Sú staðreynd, að það hvarflaði aldrei að Grikkjum sjálfum að yfirgefa Evru og/eða ESB, segir auðvitað sína afdráttarlausu sögu. Það er mál til komið, að menn hér láti af óhróðri og lygasögum um ESB og Grikkland. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson er mætur maður. Hann var glæsilegur ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi, auk þess sem hann hefur lagt ýmislegt gott til íslenzkrar samfélagsumræðu. Við bætist, að drengurinn er áhugaverður og skemmtilegur viðræðufélagi, fróður vel og hefur frá mörgu að segja. En auðvitað er það svo, að undantekningin sannar regluna, og gerðist það einmitt nú 8. maí, með Styrmi blessaðan, að tilraun hans til að vega að Evrópu og ESB verður að teljast út í hött og hreint vindhögg. Ég vitna hér til greinar hans, „Endurmat sögunnar tímabært“, sem birtist á Morgunblaðinu þann dag. Styrmir vill með þessum skrifum sýna fram á, að Evrópskar þjóðir séu alls ekki menningarþjóðir. Hann telur, að endurmeta verði söguna til að ljóst verði, að Evrópubúar hafi verið og séu menningarsnauðir, og, að það verði jafnvel að telja þá fanta, þjófa og stríðsgæpamenn. Hann meinar þetta auðvitað almennt og yfir línuna, annars gæti þetta ekki þjónað hagsmunum þessara skrifa. Styrmir vill nefnilega sýna fram á, með þessari uppstillingu og þessu stagli um alvarlegan menningarskort Evrópu, að sterk og glæsileg staða Evrópu og ESB nú í dag sé bara glansmynd og hillingar. Fyrst skulum við hér skoða hugtakið menningarþjóð. Í huga undirritaðs gildir það um þær þjóðir, sem hafa á að skipa miklum og merkum rithöfundum, leikritaskáldum, ljóðskáldum, tónsmiðum og öðrum tónlistarmönnum, listmálurum og hönnuðum, byggingarlistamönnum, vísindamönnum, yfirburða stærðfræðingum og eðlisfræðingum, leiðtogum á sviði læknisvísinda og heilbrigðismála, hugsuðum og heimspekingum, framámönnum til frelsis og jafnréttisbaráttu, baráttumönnum fyrir mannúð og líkn, forystumönnum fyrir umhverfis-, dýra- og lífríkisvernd; baráttumönnum fyrir öruggara, þróaðra og betra jarðlífi. Auðvitað er saga allra þjóða broguð, og víða má finna ljóta bletti á einstaka valdamönnum og öflum, en í heildina tekið, og það hlýtur að gilda hér, er Evrópa miðstöð menningar, mannúðar og betra mannlífs í þessum heimi. Ef ekki, hver skyldi þá vera það!? Eða er, að mati Styrmis, engin menningarþjóð neins staðar? Styrmir vegur hart að nýlendustefnu síðustu alda, og það með réttu, en sú þjóð, sem stóð fremst í flokki þeirrar illu og mannvondu stefnu, svo og framkvæmd hennar, er einmitt Stóra-Bretland, sem er ekki lengur hluti af ESB og átti þar reyndar illa heima, svo lengi sem Bretar telja sig yfir aðrar evrópskar þjóðir hafna og glórulausir stórveldisdraumar svífa þar enn yfir vötnum. Fyrir vel upplýsta og hugsandi lesendur er atlaga Styrmis að ESB því í raun tilefni og hvatning til upprifjunar á því forustuhlutverki Evrópu, í formi Evrópusambandsins, sem álfan hefur tekið sér í baráttunni fyrir friði og frelsi, jafnrétti og meiri og bættri menningu, mennsku og mannúð, ekki bara í álfunni okkar, heldur um allan heim. Ég get ekki skilið við þetta mál, án þess að taka sérstaklega fyrir fullyrðingu Styrmis, og margra annara - þetta er vinsæl klisja hér - að ESB hafi reynst Grikkjum illa og sýnt þeim „fantaskap“. Sannleikurinn í þessu máli er þessi: Grikkir urðu meðlimir ESB 1981, og sóttu það fast að fá Evruna, eins og margar Evrópuþjóðir aðrar, þegar hún kom, 1999. Vildu menn auðvitað komast í það aukna öryggi og þann stöðugleika, sem Evran veitir. Skilyrðin fyrir heimild til upptöku Evrunnar skv. Maastricht-samkomulaginu voru ströng. T.a.m. mátti í mesta lagi vera 3% halli á ríkisrekstri umsóknarþjóðar. Á árabilinu 1997 til 1999, en umsókn Grikkja byggðist á þessu árabili, gáfu þeir upp 4% halla fyrir 1997, 2,5% halla fyrir 1998 og 1,8% fyrir 1999. Þótti þetta flott þróun og fínar tölur, og gekk Evruumsóknin fljótt og vel eftir. 2004 urðu stjórnarskipti í Grikklandi. Ný ríkisstjórn fór þá ofan í útreikninga fyrri ríkisstjórnar. Kom í ljós, að réttar tölur um halla á ríkisrekstri voru 6.4% fyrir 1997, 4.1% fyrir 1998 og 3.4% fyrir 1999. Grikkir hefðu sem sagt aldrei átt að fá heimild til að taka upp Evruna! Við bættist, að 2003 var hallinn 4.6% og 2004 5.3%. Voru Grikkir þarna búnir að eyða langt um efni fram og þverbrjóta alla aðildarskilmála að Evru. Í Maastricht-samkomulaginu var ekki gert ráð fyrir, að nein aðildarþjóð myndi beita blekkingum við umsókn um Evruaðild, og lágu því engin viðkvæði fyrir við brotinu. Eins var komin ný stjórn, sem hafði upplýst um misferlið og lofað bót og betrun. ESB vildi því leysa málið með vinsemd og samvinnu, enda um ESB systurþjóð að ræð, en auðvitað átti þetta misferli, ásamt með ýmsu öðru skrýtnu athæfi, vafasömum kerfum og útbreiddri spillingu í Grikklandi, eftir að vinda upp á sig. Magnaðist skuldavandi Grikkja þannig árin þar á eftir og kúlmíneraði svo í banka- og fjármálakreppunni 2008/2009. Fór þá þjóðin nánast í þjóðargjaldþrot, en metnaður Merkel og ESB var að bjarga Grikkjum, sem Evrópuþjóð og vöggu lýðræðisins. Eftir harða baráttu, næstu 6-8 árin, og með aðhaldi og hjálp ESB, Evrópska Seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðsins, fór Grikkland, sem betur fer, að ná sér á strik. 2017 mun verg þjóðarframleiðsla hafa aukist um 2.1%, og var ríkisreksturinn orðinn jákvæður um 2,2%. Eftir það voru Grikkir komnir fyrir nokkurn og hægvaxandi vind með sinn efnahag og sína velferð. Þökk sé fyrst og fremst ESB. Sú staðreynd, að það hvarflaði aldrei að Grikkjum sjálfum að yfirgefa Evru og/eða ESB, segir auðvitað sína afdráttarlausu sögu. Það er mál til komið, að menn hér láti af óhróðri og lygasögum um ESB og Grikkland. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun