Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2025 10:02 Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun