Sjúkdómsvæðing fæðingar í fjölmiðlum Stefanía Ósk Margeirsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:00 Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Fjölmiðlar Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun