Skoðun

Frelsi til athafna

Bergur Þorri Benjamínsson skrifar

Einu sinni sem oftar áttum við pabbi spjall um stjórnmálin og allt sem því tengist. Ég var þá nýlega búinn að horfa á upptöku af gömlum dægurmálaþætti frá árinu 1989 úr Sjónvarpinu, þar sem þá var aðalumfjöllunarefnið uppgangur Bílaleigu Akureyrar. Fólk var spurt um hvað því fyndist um þau umsvif þeirra sem þá uxu mjög, en þá ríkti stöðnun í atvinnumálum.

Pabbi svaraði því að bragði að honum litist vel á þá, og bætti svo við „að ekki mun af veita.“

Nú er heimsbyggðin öll að kljást við afleiðingar heimsfaraldurs með tilheyrandi samdrætti og atvinnuleysi í hæstu hæðum, þar sem ríkissjóður eykur skuldir sínar dag hvern. Ég vil því gera orð föður míns að mínum. Það mun ekki af veita að allar vinnandi hendur búi til aukin verðmæti, meira í dag en í gær. Aðeins þannig er hægt að rétta úr kútnum og lækka skuldir ríkisins, skuldir okkar allra.

Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 10-12 júní n.k.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Neyðarkall!

Ragnar Þór Ingólfsson,Vilhjálmur Birgisson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.