Fleiri fréttir

Þjóðin er stjórnarskrárgjafi – ekki ráðgjafi

Björg Thorarensen skrifar

Stjórnskipun Íslands byggist á þeirri grunnhugmynd vestrænna lýðræðisríkja að uppspretta alls ríkisvalds kom frá þjóðinni. Í því felst að þjóðin hefur endanlegt vald til að ákveða þær leikreglur sem handhafar ríkisvalds skulu fylgja. Með öðrum orðum; þjóðin er stjórnarskrárgjafinn.

Heilbrigðar tennur!

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi.

Við erum ekki ein

Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: "Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara.“ Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf.

Betri bankar

Már Wolfgang Mixa skrifar

Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp.

Af hverju er MORFÍs ekki sjónvarpað?

Jórunn Þorsteinsdóttir skrifar

Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa "Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?“ En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR?

Loksins Kastljós!

Pétur Gunnarsson skrifar

Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd.

Hvernig verja menn sig gagnvart hugverkaþjófum?

Jón Þorvarðarson skrifar

Meðan Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund í höfuðstöðvar bankans til kynna fyrir sér og markaðsdeild bankans hugmyndavinnu er nýst gæti til markaðssóknar. Á þeim fundi lagði ég m.a. til að þáverandi vígorð bankans, "Íslandsbanki 100%“, yrði skipt út fyrir hið hugmyndamiðaða vígorð "Reiknaðu með okkur“. Til að útskýra nánar hugmyndina bak við hið nýja vígorð lagði ég fram kynningarbækling sem ber yfirskriftina "Reiknaðu með okkur“ og fletti í gegnum hann, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, með fundarmönnum. Eftir að Birna Einarsdóttir og hennar nánasta samstarfsfólk hafði rannsakað hugmyndir mínar ofan í kjölinn í heilan mánuð kvað hún upp úr að bankinn kysi að halda sig til hlés að sinni.

Inn á miðjuna

Magnús Orri Schram skrifar

Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu.

Sátt um leikreglur

Mörður Árnason skrifar

Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti.

Skötuselur og "Gælugrjót“

Stefán Þór Helgason skrifar

Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur.

Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

Launamerkið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar

Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel.

Í þágu komandi kynslóða

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira.

Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014.

60 ára afmælisþing Norðurlandaráðs

Helgi Hjörvar skrifar

Í dag hefst Norðurlandaráðsþing í Helsinki, helsti viðburður norrænnar samvinnu ár hvert. Norðurlandaráð á 60 ára afmæli í ár og því ber að fagna þar sem ráðið er í lykilhlutverki við að bæta hag almennings á Norðurlöndum með frumkvæði um norrænt samstarf. Verkefnin eru á ýmsum sviðum, á sviði efnahagsmála, menningar- og menntamála, borgara- og neytendamála, umhverfismála, og í síauknum mæli á sviði alþjóðamála.

Íslendingar vingjarnlegir og kærleiksríkir

Það hefur verið einstök lífsreynsla að fá að koma til Íslands. Við höfum nú verið hér á landi síðan 23. september, heimsótt um 2.000 fermingarbörn um allt land og sagt frá lífi okkar og aðstæðum í landinu okkar, Malaví. Við erum hér til að segja frá og staðfesta hvernig vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar hefur gert kraftaverk fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður og

Lögregla og lýðræði

Ögmundur Jónasson skrifar

Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum þýska framhaldsþætti sem kallast Berlínarsaga. Þættirnir bregða upp svipmynd af Austur-Þýskalandi fyrir þrjátíu árum, þegar múrinn stóð enn og leyniþjónustan Stasi gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir að ?óvinurinn? efldist, sem í þættinum

Hafa allir Íslendingar rétt til að njóta íslenskrar náttúru?

Sturla Þengilsson skrifar

Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands, allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama

Lottóið

Magnús Hallórsson skrifar

Kaupréttarkerfi stjórnenda fyrirtækja eru meira þrætuepli nú en á árunum fyrir hrun. Sérstaklega virðast þau umdeild í stjórnum lífeyrissjóða, í það minnsta stundum. Frá því Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í júní, júlí og ágúst, í röð frétta, að stjórn Eimskipafélags Íslands hefði samið um að sex lykilstjórnendur félagsins gætu eignast allt að 5 prósent hlut í félaginu, hefur grasserað nokkur óánægja innan lífeyrissjóðakerfisins og stéttarfélgaga. Þannig ályktaði stjórn BSRB í kjölfar fréttanna og sagði kaupréttina ekki þóknanlega félaginu, og siðferðislega óverjandi.

Gamansamur Valtýr

Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 25. október. Við erum báðir orðnir lögformlegir ellibelgir. Hann hætti fyrir aldurs sakir sem ríkissaksóknari fyrir nokkrum misserum og ég hætti störfum sem hæstaréttardómari um síðustu mánaðamót. Það er því viss hætta á að elliglapa kunni að verða vart í skrifum okkar. Lesendur eru beðnir um að dæma okkur ekki hart fyrir slíkt. Ég áfellist Valtý ekki fyrir hans glöp en tel nauðsynlegt að hafa orð á þeim. Aðrir mega benda mér á mín.

Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum

Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir.

Ný leið í skuldavanda

Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor.

Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar

Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um.

Ekki flökkusaga?

Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október.

Ógnvænleg áhrif kláms á réttindi barna

Sex ára telpa lýsir því hvernig 12 ára gamall frændi hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi síendurtekið: „Hann gerði alltaf það sama nema þegar hann lærði eitthvað nýtt af myndunum eins og að binda mig.“

Þannig eignaðist Pálmi Iceland Express

Ólafur Hauksson skrifar

Rétt er að rifja upp hvernig Pálmi Haraldsson eignaðist Iceland Express fyrir 8 árum. Áður en til þess kom var hann stór hluthafi í Icelandair og var varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sú stjórn og Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, beittu sér fyrir miskunnarlausum undirboðum gegn Iceland Express, sem var stofnað fyrir 10 árum.

Staksteinum kastað úr glerhúsi

Helgi Magnússon skrifar

Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjaldeyrishöftum.

Skapandi greinar eru lóðið

Össur Skarphéðinsson skrifar

Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið.

Viljinn er skýr

Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk.

Jöfnuður fyrir leigjendur

Lúðvík Geirsson skrifar

Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigjendur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum.

Fjarskiptaævintýri Orkuveitunnar

Kjartan Magnússon skrifar

Ánægjulegt er að samstaða skyldi nást meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Besta flokksins um að hefja undirbúning að sölu allt að 49% hlutar Orkuveitunnar í Gagnaveitunni. Heppilegra hefði þó verið að stefna að hámörkun söluandvirðis með því að selja allt fyrirtækið eða a.m.k. ráðandi hlut í því eins og kveðið var á um í upphaflegri tillögu okkar sjálfstæðismanna.

Getur allt fatlað fólk valið sér aðstoðarfólk við kosningar?

Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar.

Mikil andstaða við lokun Laugavegar

Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun.

Jón Steinar Gunnlaugsson og Hæstiréttur Íslands

Valtýr Sigurðsson skrifar

Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ber yfirskriftina "Fann fyrir mótbyr og andúð“.

Siðmennt en ekki Kárahnjúkar

Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal.

Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku

Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi.

Um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi

Óttar Guðjónsson skrifar

Lífleg umræða er um þessar mundir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er mjög eðlileg og gagnleg umræða. Þar sem nú eru fjögur ár liðin frá bankahruni og búið að hreinsa til versta brakið eftir þær hamfarir er hægt að fara að ræða framtíðarskipan fjármálakerfisins.

Ráðning á þing

Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining.

Sanngjörn meðhöndlun óskast

Fréttir herma að Útlendingastofnun hafi breytt reglugerðum svo að hælisleitandi megi ekki sækja um tímabundið atvinnuleyfi ef hann hefur áður sótt um hæli í landi þar sem Dyflinnarsáttmálinn ríkir. Hælisleitandi skal vera sendur sem fyrst til baka til þess lands sem hann kom frá ef ekki er hægt að sýna fram á að málið þarfnist sérstakrar skoðunar.

Hvað með Feneyjaskrána?

Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra:

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Svanfríður Jónasdóttir skrifar

Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra.

Orð skulu standa – eða hvað?

Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts.

Óvissuferð heldur áfram

Skúli Magnússon skrifar

Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga.

Fjármálakerfi á eigin fótum

Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar

Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi.

Styðjum stelpurnar okkar!

Eva Einarsdóttir og Eva Baldursdóttir skrifar

Á kvennafrídeginum er mikilvægt að efla og hvetja konur til dáða, ungar sem aldnar, í allri flóru samfélagsins. Íþróttir hafa lengi vel verið vígi karlpeningsins, en tölur um fjölda iðkenda í boltaíþróttum benda til þess að mikil aukning sé hjá stelpum í íþróttum frá því sem áður var.

Sjá næstu 50 greinar