Íslendingar vingjarnlegir og kærleiksríkir 29. október 2012 06:00 Það hefur verið einstök lífsreynsla að fá að koma til Íslands. Við höfum nú verið hér á landi síðan 23. september, heimsótt um 2.000 fermingarbörn um allt land og sagt frá lífi okkar og aðstæðum í landinu okkar, Malaví. Við erum hér til að segja frá og staðfesta hvernig vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar hefur gert kraftaverk fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður og vatnsskort í Chikwawa-héraðinu í Suður-Malaví. Hvernig brunnur með hreinu vatni gjörbreytir aðstæðum og bætir lífið á svo margan hátt. Að fá hreint vatn bætir heilsuna, ekki síst fyrir yngstu börnin, og allir hafa meiri orku og getu til að sinna störfum og daglegum verkum. Þar sem það eru konur og stúlkur sem oftast sækja vatn breytir brunnurinn enn meira fyrir þær en aðra, ekki bara að þær fái betri heilsu heldur geta stúlkur nú þar sem það tekur ekki svo langan tíma að sækja vatn í næsta brunn líka farið í skóla eins og strákarnir. Áður fór svo mikill tími í að sækja vatn að þær misstu af skólanum. Ungmennin sem við höfum hitt hafa verið einstaklega vingjarnleg og áhugasöm. Ekki síst um stöðu kvenna í Malaví. Þau eru mjög hissa yfir að sums staðar í Malaví er þrýstingur frá fjölskyldunni, oft vegna fátæktar, að stúlkur giftist ungar, jafnvel 14-15 ára. Hvernig er hægt að breyta þessu? spurðu sum þeirra. Svar okkar er að þessu verður breytt fyrst og fremst með menntun. Lögin í Malaví eru skýr um að fullorðinsaldur er 18 ár og ekki megi þvinga neinn til að ganga í hjónaband. En þegar maður fer ekki í skóla og kann ekki að lesa er erfitt að standa á rétti sem maður veit ekki um. Þess vegna er menntun stúlkna svo mikilvæg. Þar skiptir brunnurinn sköpum. Við erum snortin af kærleika og fórnfýsi fermingarbarnanna sem árlega standa fyrir söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku og gjafmildi Íslendinga. Við hvetjum alla til að taka þátt og gefa næstu daga þegar fermingarbörn um allt land banka upp á með bauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið einstök lífsreynsla að fá að koma til Íslands. Við höfum nú verið hér á landi síðan 23. september, heimsótt um 2.000 fermingarbörn um allt land og sagt frá lífi okkar og aðstæðum í landinu okkar, Malaví. Við erum hér til að segja frá og staðfesta hvernig vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar hefur gert kraftaverk fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður og vatnsskort í Chikwawa-héraðinu í Suður-Malaví. Hvernig brunnur með hreinu vatni gjörbreytir aðstæðum og bætir lífið á svo margan hátt. Að fá hreint vatn bætir heilsuna, ekki síst fyrir yngstu börnin, og allir hafa meiri orku og getu til að sinna störfum og daglegum verkum. Þar sem það eru konur og stúlkur sem oftast sækja vatn breytir brunnurinn enn meira fyrir þær en aðra, ekki bara að þær fái betri heilsu heldur geta stúlkur nú þar sem það tekur ekki svo langan tíma að sækja vatn í næsta brunn líka farið í skóla eins og strákarnir. Áður fór svo mikill tími í að sækja vatn að þær misstu af skólanum. Ungmennin sem við höfum hitt hafa verið einstaklega vingjarnleg og áhugasöm. Ekki síst um stöðu kvenna í Malaví. Þau eru mjög hissa yfir að sums staðar í Malaví er þrýstingur frá fjölskyldunni, oft vegna fátæktar, að stúlkur giftist ungar, jafnvel 14-15 ára. Hvernig er hægt að breyta þessu? spurðu sum þeirra. Svar okkar er að þessu verður breytt fyrst og fremst með menntun. Lögin í Malaví eru skýr um að fullorðinsaldur er 18 ár og ekki megi þvinga neinn til að ganga í hjónaband. En þegar maður fer ekki í skóla og kann ekki að lesa er erfitt að standa á rétti sem maður veit ekki um. Þess vegna er menntun stúlkna svo mikilvæg. Þar skiptir brunnurinn sköpum. Við erum snortin af kærleika og fórnfýsi fermingarbarnanna sem árlega standa fyrir söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku og gjafmildi Íslendinga. Við hvetjum alla til að taka þátt og gefa næstu daga þegar fermingarbörn um allt land banka upp á með bauka.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar