Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar 27. október 2012 06:00 Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar