Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun