Um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi Óttar Guðjónsson skrifar 25. október 2012 06:00 Lífleg umræða er um þessar mundir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er mjög eðlileg og gagnleg umræða. Þar sem nú eru fjögur ár liðin frá bankahruni og búið að hreinsa til versta brakið eftir þær hamfarir er hægt að fara að ræða framtíðarskipan fjármálakerfisins. Eitt af því sem stóð upp úr í hruninu var mikilvægi þess að ekki séu allar bankastofnanir í landinu sömu gerðar. Mismunandi gerðir bankastarfsemi og aðskilnaður þeirra skiptir máli til að auka líkur á að einhver hluti kerfisins standi af sér áföll þegar þau ríða yfir. Mikilvægt er fyrir samfélagið að draga úr líkum á að fjármálaáföll, af þeirri stærðargráðu sem hrunið 2008 var, endurtaki sig. Ég tel að fjölbreytileiki sé ein leið til að minnka líkur á jafn víðtæku hruni. Til að svo megi verða þarf að ræða og komast að niðurstöðu um hvernig samkeppnisumhverfi þarf að vera svo að fjármálastofnanir af mismunandi gerð geti þrifist hlið við hlið í samkeppni. Umræðan undanfarið um fjárfestingarbankastarfsemi hefur afmarkast allt of mikið af umræðu um hvaða starfsemi mönnum finnst óheppilegt að viðskiptabankar stundi. Þetta er mjög eðlilegt þar sem bæði nýleg skýrsla kennd við Vickers í Bretlandi og regla kennd við Volcker í Bandaríkjunum fjalla aðallega um þetta. Það væri hins vegar gagnlegt að ræða frekar um hvernig hinar mismunandi gerðir fjármálafyrirtækja eru fjármagnaðar. Það viðurkenna allir sem fjalla um þessi mál að algengasta orsök endaloka fjármálafyrirtækja sé lausafjárþurrð en ekki eiginfjárvandi. Slík lausafjárþurrð verður þegar mikill munur er á endurgreiðslutíma skulda og eigna hvort sem það er hjá fjármálastofnunum, fyrirtækjum, hinu opinbera eða einstaklingum. Sumarið 2008 vantaði ekkert upp á eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir höfðu þá verið duglegir við innlánasöfnun og hlotið mikið lof erlendra sérfræðinga fyrir. Eins og við vitum streymdi lausaféð hins vegar svo hratt út úr bönkunum í október 2008 að ekki var við neitt ráðið og bankarnir fóru í þrot. Það vantar einnig í umræðuna hér að fjallað sé um það hvernig menn sjá fyrir sér atburðarásina næst þegar óveður skekur fjármálastofnanir landsins. Þá er ég helst að hugsa til þess hvernig stofnanirnar eru fjármagnaðar og hversu mikil hætta er á að þær þverri laust fé til að geta staðið við skuldbindingar sínar til skamms tíma. Innlán eru langsamlegasta kvikasta tegund fjármögnunar og björgunaraðgerðir seðlabanka um heim allan síðustu árin hafa snúið að því að auka aðgengi banka að lausu fé. Þegar bankarnir hér á landi fóru í þrot 2008 voru innlán gerð að forgangskröfum og þau flutt ásamt töluverðu eignasafni í nýjar stofnanir. Erfitt er að sjá að þetta yrði gert með öðrum hætti ef viðlíka áföll dynja yfir aftur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig sú atburðarás geti orðið, til þess annars vegar að minnka líkur á að sagan endurtaki sig og hins vegar til að tryggja fumlaus viðbrögð ef stjórnvöld þurfa að grípa inn í atburðarásina. Það verður því að gera strangari lausa- og eiginfjárkröfur til fjármálastofnana eftir því sem meira ójafnvægi er á milli endurgreiðslutíma eigna og skulda. Þannig ætti að gera strangari kröfur til banka sem fjármagnar langtíma útlán með innlánum en banka sem fjármagnar langtímaútlánin með útgáfu skuldabréfa. Þannig skapast betra jafnræði milli ólíkra rekstrarforma og verðlagning hinnar raunverulegu áhættu í bankastarfsemi gæti orðið gagnsærri og eins víst að óþarft sé að banna viðskiptabönkum að stunda einhverja þá þætti bankastarfsemi sem þeir hafa nú með höndum. Ég tel mikilvægt að þetta sé rætt og að menn veigri sér ekki við að taka þessa umræðu, þó hún geti verið ónotaleg og veki upp óþægilegar minningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Lífleg umræða er um þessar mundir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er mjög eðlileg og gagnleg umræða. Þar sem nú eru fjögur ár liðin frá bankahruni og búið að hreinsa til versta brakið eftir þær hamfarir er hægt að fara að ræða framtíðarskipan fjármálakerfisins. Eitt af því sem stóð upp úr í hruninu var mikilvægi þess að ekki séu allar bankastofnanir í landinu sömu gerðar. Mismunandi gerðir bankastarfsemi og aðskilnaður þeirra skiptir máli til að auka líkur á að einhver hluti kerfisins standi af sér áföll þegar þau ríða yfir. Mikilvægt er fyrir samfélagið að draga úr líkum á að fjármálaáföll, af þeirri stærðargráðu sem hrunið 2008 var, endurtaki sig. Ég tel að fjölbreytileiki sé ein leið til að minnka líkur á jafn víðtæku hruni. Til að svo megi verða þarf að ræða og komast að niðurstöðu um hvernig samkeppnisumhverfi þarf að vera svo að fjármálastofnanir af mismunandi gerð geti þrifist hlið við hlið í samkeppni. Umræðan undanfarið um fjárfestingarbankastarfsemi hefur afmarkast allt of mikið af umræðu um hvaða starfsemi mönnum finnst óheppilegt að viðskiptabankar stundi. Þetta er mjög eðlilegt þar sem bæði nýleg skýrsla kennd við Vickers í Bretlandi og regla kennd við Volcker í Bandaríkjunum fjalla aðallega um þetta. Það væri hins vegar gagnlegt að ræða frekar um hvernig hinar mismunandi gerðir fjármálafyrirtækja eru fjármagnaðar. Það viðurkenna allir sem fjalla um þessi mál að algengasta orsök endaloka fjármálafyrirtækja sé lausafjárþurrð en ekki eiginfjárvandi. Slík lausafjárþurrð verður þegar mikill munur er á endurgreiðslutíma skulda og eigna hvort sem það er hjá fjármálastofnunum, fyrirtækjum, hinu opinbera eða einstaklingum. Sumarið 2008 vantaði ekkert upp á eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir höfðu þá verið duglegir við innlánasöfnun og hlotið mikið lof erlendra sérfræðinga fyrir. Eins og við vitum streymdi lausaféð hins vegar svo hratt út úr bönkunum í október 2008 að ekki var við neitt ráðið og bankarnir fóru í þrot. Það vantar einnig í umræðuna hér að fjallað sé um það hvernig menn sjá fyrir sér atburðarásina næst þegar óveður skekur fjármálastofnanir landsins. Þá er ég helst að hugsa til þess hvernig stofnanirnar eru fjármagnaðar og hversu mikil hætta er á að þær þverri laust fé til að geta staðið við skuldbindingar sínar til skamms tíma. Innlán eru langsamlegasta kvikasta tegund fjármögnunar og björgunaraðgerðir seðlabanka um heim allan síðustu árin hafa snúið að því að auka aðgengi banka að lausu fé. Þegar bankarnir hér á landi fóru í þrot 2008 voru innlán gerð að forgangskröfum og þau flutt ásamt töluverðu eignasafni í nýjar stofnanir. Erfitt er að sjá að þetta yrði gert með öðrum hætti ef viðlíka áföll dynja yfir aftur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig sú atburðarás geti orðið, til þess annars vegar að minnka líkur á að sagan endurtaki sig og hins vegar til að tryggja fumlaus viðbrögð ef stjórnvöld þurfa að grípa inn í atburðarásina. Það verður því að gera strangari lausa- og eiginfjárkröfur til fjármálastofnana eftir því sem meira ójafnvægi er á milli endurgreiðslutíma eigna og skulda. Þannig ætti að gera strangari kröfur til banka sem fjármagnar langtíma útlán með innlánum en banka sem fjármagnar langtímaútlánin með útgáfu skuldabréfa. Þannig skapast betra jafnræði milli ólíkra rekstrarforma og verðlagning hinnar raunverulegu áhættu í bankastarfsemi gæti orðið gagnsærri og eins víst að óþarft sé að banna viðskiptabönkum að stunda einhverja þá þætti bankastarfsemi sem þeir hafa nú með höndum. Ég tel mikilvægt að þetta sé rætt og að menn veigri sér ekki við að taka þessa umræðu, þó hún geti verið ónotaleg og veki upp óþægilegar minningar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun