Fjarskiptaævintýri Orkuveitunnar Kjartan Magnússon skrifar 26. október 2012 06:00 Ánægjulegt er að samstaða skyldi nást meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Besta flokksins um að hefja undirbúning að sölu allt að 49% hlutar Orkuveitunnar í Gagnaveitunni. Heppilegra hefði þó verið að stefna að hámörkun söluandvirðis með því að selja allt fyrirtækið eða a.m.k. ráðandi hlut í því eins og kveðið var á um í upphaflegri tillögu okkar sjálfstæðismanna. Fjarskiptaævintýri Orkuveitunnar hefur nú kostað vel á annan tug milljarða króna. Við stofnun Línu.nets, forvera Gagnaveitunnar, átti Orkuveitan að leggja fyrirtækinu til allt að 200 milljóna kr. í hlutafé, sem síðar átti að selja með hagnaði. Hver varð raunin? 1999-2008 námu fjárfestingar Orkuveitunnar í fjarskiptastarfsemi 13.744 milljónum króna á núverandi verðlagi. Færa má rök fyrir því að þessi tala sé í raun töluvert hærri þar sem OR fjármagnaði stóran hluta þessara framlaga með erlendum lánum, sem síðan tvöfölduðust. Þá skuldaði Gagnaveitan um 8,2 milljarða króna í lok árs 2011 og hefur til viðbótar tekið verulegt fé að láni á þessu ári. Frá því að Lína.net var stofnuð (að frumkvæði borgarfulltrúa Samfylkingarinnar) voru skýrar pólitískar línur í borgarstjórn til fyrirtækisins. Sjálfstæðisflokkurinn stóð gegn eyðslunni og varaði við glórulausum offjárfestingum OR á þessu sviði. Vinstri menn í borgarstjórn létu slík varnaðarorð sem vind um eyru þjóta eins og lesa má í skýrslu úttektarnefndar um OR. Hefði verið hlustað á okkur sjálfstæðismenn og Orkuveitunni ekki att út í tugmilljarðsfjárfestingar í fjarskiptarekstri, er ljóst að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri önnur og betri en hún er nú. Áætlað er að aðstoð borgarsjóðs við Orkuveituna muni alls nema tólf milljörðum króna. Líklega hefði ekki verið þörf á aðstoðinni, hefði Orkuveitan sparað sér þetta fjarskiptaævintýri vinstri flokkanna. Gagnaveitan er öflugt fjarskiptafyrirtæki með góða starfsmenn enda var ekkert til sparað við uppbyggingu hennar. Fjárfestar munu væntanlega sýna fyrirtækinu verðskuldaðan áhuga og vonandi fæst sem mest fyrir hlutabréfin sem nú verða sett í sölu. Ekki er þó búist við að Orkuveitan fái til baka nema hluta þeirra fjármuna, sem lagðir hafa verið í fyrirtækið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að samstaða skyldi nást meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Besta flokksins um að hefja undirbúning að sölu allt að 49% hlutar Orkuveitunnar í Gagnaveitunni. Heppilegra hefði þó verið að stefna að hámörkun söluandvirðis með því að selja allt fyrirtækið eða a.m.k. ráðandi hlut í því eins og kveðið var á um í upphaflegri tillögu okkar sjálfstæðismanna. Fjarskiptaævintýri Orkuveitunnar hefur nú kostað vel á annan tug milljarða króna. Við stofnun Línu.nets, forvera Gagnaveitunnar, átti Orkuveitan að leggja fyrirtækinu til allt að 200 milljóna kr. í hlutafé, sem síðar átti að selja með hagnaði. Hver varð raunin? 1999-2008 námu fjárfestingar Orkuveitunnar í fjarskiptastarfsemi 13.744 milljónum króna á núverandi verðlagi. Færa má rök fyrir því að þessi tala sé í raun töluvert hærri þar sem OR fjármagnaði stóran hluta þessara framlaga með erlendum lánum, sem síðan tvöfölduðust. Þá skuldaði Gagnaveitan um 8,2 milljarða króna í lok árs 2011 og hefur til viðbótar tekið verulegt fé að láni á þessu ári. Frá því að Lína.net var stofnuð (að frumkvæði borgarfulltrúa Samfylkingarinnar) voru skýrar pólitískar línur í borgarstjórn til fyrirtækisins. Sjálfstæðisflokkurinn stóð gegn eyðslunni og varaði við glórulausum offjárfestingum OR á þessu sviði. Vinstri menn í borgarstjórn létu slík varnaðarorð sem vind um eyru þjóta eins og lesa má í skýrslu úttektarnefndar um OR. Hefði verið hlustað á okkur sjálfstæðismenn og Orkuveitunni ekki att út í tugmilljarðsfjárfestingar í fjarskiptarekstri, er ljóst að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri önnur og betri en hún er nú. Áætlað er að aðstoð borgarsjóðs við Orkuveituna muni alls nema tólf milljörðum króna. Líklega hefði ekki verið þörf á aðstoðinni, hefði Orkuveitan sparað sér þetta fjarskiptaævintýri vinstri flokkanna. Gagnaveitan er öflugt fjarskiptafyrirtæki með góða starfsmenn enda var ekkert til sparað við uppbyggingu hennar. Fjárfestar munu væntanlega sýna fyrirtækinu verðskuldaðan áhuga og vonandi fæst sem mest fyrir hlutabréfin sem nú verða sett í sölu. Ekki er þó búist við að Orkuveitan fái til baka nema hluta þeirra fjármuna, sem lagðir hafa verið í fyrirtækið.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar