Heilbrigðar tennur! Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar